Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 81
Illgresi í akri Noreens 79
táknun fyrir ss, að því er Noreen telur í sinni fomsænsku málfræði
(1905:295, t. d. vitniz).
Brátt fannst einnig meint dæmi um varðveislu /;-endingarinnar í
germynd í fomíslensku. Árið 1888 skrifar Noreen í Arkiv (5. bindi)
greinina „Bidrag till áldre Vástgötalagens tekstkritik“. Þar lýsir hann
þeirri skoðun sinni, að myndin gœrid í 3. p. et. fh. nt., sem kemur fyrir
í Vestgautalögum, þurfi ekki að vera misritun, eins og talið hafi verið,
heldur kunni þarna að vera á ferðinni hin gamla ending. Vitnar Noreen
í Brate um varðveislu hennar í miðmynd í fomsænsku og fomíslensku.
Fomíslenskt dæmi af sama tagi bendir Noreen einnig á, nefnilega Sva
geriþ guþ iafnan í Stokkhólms hómilíubókinni (Homiliu-bók: 16428).
Hann lýsir sig ósammála Wisén, útgefanda hómilíubókarinnar, í því að
þarna sé ritvilla á ferðinni.
Ekki man ég dæmi þess, að seinni handbækur hafi tekið undir
skoðanir Noreens um varðveislu þ í germynd. Hins vegar má á fleiri en
einum stað sjá því haldið fram, að -zk sé regluleg miðmyndarending í
elstu íslenskum eða norskum heimildum. Heusler (1932) minnist að vísu
ekki á þetta, Gutenbmnner (1951) ekki heldur. Iversen (1961) heldur
fram varðveislu />-endingar í miðmynd í smáletursgrein um sagnend-
ingarnar almennt (152), en gleymir þeirri staðhæfingu alveg er hann
fjallar um miðmyndina sérstaklega (158-161). Seip (1955:168) fellst á
skoðun Noreens um zk-endinguna.
Noreen fjallar sérstaklega um varðveislu tannhljóðsins í samhengi
við miðmyndarendingamar almennt. Gefur hann reglur fyrir því,
hvemig persónufomöfn, þ. á m. afturbeygða fornafnið (í myndunum
-sk<f.sik og -s<*-sR<i*séR), skeytast við germyndarendingamar og
gefa miðmynd. Þar setur hann undir einn hatt m. a. 2. p. ft. og 3. p. et.
í fh. nt. (§ 542.2.b) og segir t. d. 3. persónu myndina þykkezfk) orðna
til úr *þykkeþ og gefz(k) úr *gefþ. í samræmi við þessar reglur setur
hann síðan upp „die áltesten endungen des medio-passivs (vor 1200)“.
Þar hefur hann -z(k) sem einu endinguna í 3. p. et. fh. nt. Hann bætir
þó jafnskjótt við:
Diese endungen gelten aber in ihrer reinheit nicht einmal fiir die
áltesten hdschr. Folgende verándemngen treten in rascher folge
ein:
1. Schon vorliterarisch sind (wie in aktivum, s. § 530) die 2. und