Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 82
80
Kjartan Ottósson
3. sg. pras. ind. zusammengefallen, so dass sie beide auf -s(k) oder
-z(k) enden können. (Noreen 1923:369)
Þessi uppsetning er óneitanlega nokkuð óskýr og ruglingsleg hjá
Noreen. Vert er að gefa því gaum, að Noreen gerir ráð fyrir samfalli
endinga 2. og 3. persónu þegar fyrir ritöld, þannig að í elstu handritum
ætti 3. persónan að enda ýmist á -z(k) eða -s(k), og þó líklega oftar á
hinu upphaflega -z(k), ef eitthvað er.
3.
Nú skal litið nánar á þau dæmi, sem Noreen notar til að styðja kenn-
ingu sína. Lítum þá fyrst á dæmi um varðveitt þ í germynd.
Noreen tilfærir tvö dæmi úr Stokkhólms hómilíubókinni. Annað er
það sem hann benti á 1888: Sva geríþ guþ iafnan. Hér er líklega algeng
ritvilla (,,dittographia“) á ferðinni, /;-ið í guþ hefur þrengt sér inn í
gerír, svipað og ofar á sömu síðu handritsins metnaþar girnir fyrir girnin
(Homiliu-bók 164i6) eða á næstu síðu brauþcaup fyrir brúþcaup (165
12). Hitt dæmið er verþ (Homilíu-bók: 1727). Hér kemur /;-endingin ekki
fram, en Noreen gerir greinilega ráð fyrir einföldun úr *verþþ, hljóðrétt.
En benda má á í hómilíubókinni rithætti eins og boþorþr (43) og orþr
(928) fyrir (~)orþ, sem gætu bent til samfalls klasanna rþr og rþ í fram-
burði, og sýna a. m. k. rugling milli þeirra.
Auk dæmanna úr hómilíubókinni telur Noreen sambandið þykke þér
geyma merki /i-endingarinnar. Hann skýrir sumsé orðasambandið
þannig, að það hafi orðið til úr *þykkið ðér skv. almennum reglum sem
hann setur upp um einföldun tvöfaldra samhljóða í áherslulausri stöðu
(§285.A1, sbr. um -þþ- § 241: meþan, en gotn. miþþaneí). Noreen segir
að r-lausa tvímyndin þyk(k)e, þik(k)e sé algeng, sérstaklega þegar mér,
þér fer næst á eftir (§ 531.A5). Kemur það heim viS dreifingu mynd-
anna í AM 291, 4to, þar sem r-lausar myndir eru allalgengar (Jóms-
víkinga saga, sbr. Larsson 1956). Noreen setur reyndar líka fram var-
færnislega tilgátu um orsakir r-leysisins á undan mér, sumsé að z/R, eða
þ í endingu sagnarinnar hafi samlagast m-inu: *þykkem mér, og síðan
orðið stytting (§ 224.A4). Þannig hallast hann að því, að ungmálfræð-
inga hætti, að skýra r-lausu myndina almennt með hljóðlögmálum. En
ljóst er, að þessi stýfða mynd bendir ekkert frekar á *þykkeþ en þykker,
úr því að stýfingin verður líka á undan mér.
Niðurstaðan er því sú, að eina dæmið sem gæti gefið beinan vitnis-