Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 84
82 Kjartan Ottósson
eldra málstig. í AM 686b, 4to, sem talið hefur verið skrifað nokkru
fyrr, eða snemma á 13. öld (Hreinn Benediktsson 1965:xi), eru 8 dæmi
um -sc, 2 um -zc (oezc 2. p. ft. og /pðlaðezc 3. p. et. fh. þt.), en 10 dæmi
um tóma -z (Leifar: 175-179, en tvær blaðræmur munu óútgefnar).
Þessi flókna þróun skal ekki rakin nánar hér, en a. m. k. ætti að vera
ljóst, að endingar með z í 3. p. et. fh. nt. eru ekki fornleifar, heldur
nýjung.
Til að styðja mál sitt um varðveislu tannhljóðsins í miðmynd vísar
Noreen í Fritzner um rithætti eins og hefðz, hefðzt. Noreen virðist ekki
hafa kannað þessi dæmi nánar. Fritzner tekur þau bæði af sömu blað-
síðu í útgáfu Ungers af Heilagra manna sögum. í útgáfu Ungers er
reyndar á báðum stöðum skrifað hefdz, í fyrra dæminu raunar í 2. p. et.
fh. nt. (Heilagra manna s<f>gur II:646i6), en í því seinna þó í 3. p. et. fh.
nt. (op. cit. 11:64627). En eins og kemur fram í útgáfu Ungers (op. cit.
LXXIII) fer hann hér eftir Stjómarhandritinu AM 225, fol., sem Seip
(1954:137) telur vera frá fyrri hluta 15. aldar. Þetta dæmi er því mark-
laust.
Niðurstaðan verður því sú, að einnig í miðmynd er /)-endingin í 3. p.
et. gjörsamlega horfin í elstu handritum. Ekki hefur heldur verið bent
á varðveitt tannhljóð í eldri dróttkvæðum (sbr. Finnur Jónsson 1901:
89; Kahle 1892:186). Hefur Jörundur Hilmarsson (1980:154-158) fært
að því nokkur rök, að /;-endingin muni hafa horfið hljóðrétt er aftur-
beygða fornafninu var skeytt við til að mynda miðmynd, þannig að 2.
p. et. og 3. p. urðu eins í miðmynd. Það samfall hafi síðan ásamt öðm
orðið til þess að 3. persónan tók upp endingu 2. persónu í germynd.
Kenning Noreens um varðveislu tannhljóðsins í miðmynd kann að
hafa átt rétt á sér sem tilgáta, þangað til hin rækilega úttekt Spechts á
þróun miðmyndarendinga kom út 1891. Af því riti mátti Noreen gera
sér ljóst haldleysi kenningar sinnar. En það er engu líkara en að þá
hafi hann verið búinn að taka ástfóstri við kenningu sína og því ekki
viljað hverfa frá henni.
5.
Rekja mætti fleiri dæmi um svipaðan villigróður hjá Noreen, þótt
ekki verði það gert hér. Vonandi sýnir þetta dæmi nokkuð, með hve
mikilli varúð nota verður Noreensbók. Þetta ætti einnig að sýna þörfina
á nýrri bók um sama efni, þar sem ekki yrði aðeins reytt illgresi úr akri
Noreens, heldur einnig tekið tillit til rannsókna eftir 1923 og nútíma-