Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Qupperneq 115
MAGNÚS PÉTURSSON
Ljósmyndun af stöðu raddbanda við myndun
lokhljóða og við myndun [h] í innstöðu
á undan lokhljóði
1. Inngangur
Fá atriði hafa hlotið meira rúm í umræðum um íslenzka hljóðfræði en
hinn svokallaði „aðblástur“. Þar kemur margt til, bæði það að hér er
um sérstakt fyrirbæri að ræða, sem lítt er þekkt í almennri hljóðfræði og
svo hitt, að til skamms tíma voru engin tök á að rannsaka þetta atriði
með aðferðum nútíma tækjahljóðfræði. Það, sem erfitt er að rannsaka,
ýtir gjaman undir hugmyndaflugið, enda hefur það vissulega ekki skort,
að „aðblásturinn“ hafi hvatt menn til að leita hinna ólíkustu skýringa.
Sumar þessara skýringa vekja furðu íslendinga, sem þekkja þetta fyrir-
bæri úr daglegu tali og eðlilega geta ekki tekið allt gott og gilt. Nægir
hér að minna á skýringu Buergel Goodwins (1905, 1908), sem skýrir og
hljóðritar „aðblásturinn“ sem sammyndað önghljóð við eftirfarandi lok-
hljóð, og á skýringu Libermans, sem hann hefur sett fram í bók sinni
(1972a) og í fjölmörgum greinum (t. d. 1971, 1972b), þess efnis, að hér
sé um að ræða áherzlu, líkt og raddbandaönghljóðið stþd í danskri
tungu. Báðum þessum skýringum hefur undantekningarlaust verið ein-
róma hafnað af íslendingum og kenning Libermans hefur auk þess
hlotið óvæga gagnrýni út frá skandinavísku sjónarmiði og almennt út
frá sjónarmiði germanskra málvísinda (Ringgaard 1980:324). Enda er
skýring af þessu tagi með öllu ónauðsynleg. Hægt er að skýra öll atriði
varðandi uppruna og dreifingu þessa fyrirbæris út frá hljóðfræðilegu og
hljóðkerfislegu sjónarmiði (Magnús Pétursson 1973a, b, 1978c). Senni-
lega er upprunans að leita í keðjuverkun, sem hlotizt hefur af afröddun
lokhljóðanna [b d j g], sem líkur benda eindregið til, að rödduð hafi
verið í fornmálinu (Magnús Pétursson 1973a).
Fyrsta skrefið í þá átt að rjúfa leyndardómshljúpinn um þetta fyrir-
bæri var rannsókn mín frá 1972 (Magnús Pétursson 1972). Þar hélt ég
því fram á grundvelli lengdarmælinga og athugana röntgenfilma, að
enginn munur væri á [h] í framstöðu (t. d. í hann, hún) og „aðblæstri“.
íslenskt mál III 8