Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 116
114
Magnús Pétursson
Hér væri um hljóðfræðilega sama fyrirbæri að ræða og í íslenzku væru
engin aðblásin samhljóð til og hefðu aldrei verið. Síðan hef ég haft tæki-
færi til að athuga form og tímasamsvörun hreyfinga raddglufunnar við
myndun þessa hljóðs og annarra málhljóða í íslenzku (Magnús Péturs-
son 1975,1976, 1977, 1978a, b; Löfqvist og Magnús Pétursson 1978)
með raddglufurita (glottograph) og öðrum tækjum og hefur það ein-
dregið styrkt þá skoðun, sem ég setti fram 1972. Þótt ég verði fyrstur
manna til að viðurkenna, að hljóðfræðileg lýsing, sem beinist að eðlis-
fræðilegum og líffræðilegum atriðum í myndun málhljóða, geti ekkert
sagt um stöðu viðkomandi fyrirbæris í málkerfinu, get ég samt ekki
fallizt á þá skoðun Höskuldar Þráinssonar (1978a, b, 1980), að hér sé
um að ræða árangur af verkun aðblástursreglna (og afröddunarreglna
þar sem órödduð l, m, n, t. d. koma fram). Reglur Höskuldar eru
byggðar á stafsetningu. Við tölum hins vegar ekki eftir stafsetningu.
Það sjáum við á tali íslenzkra barna, sem ekkert þekkja til stafsetningar,
en tala þó af fullu öryggi. Hljóðmyndir þeirra orða, sem hafa [h] í inn-
stöðu, eru notaðar af sama öryggi og hljóðmyndir annarra íslenzkra
orða. Ef það gæfi tilefni til að ætla, að [h] í innstöðu væri myndað af
reglum, sem virkar verða í hvert skipti, sem við tölum, hlýtur hið sama
að gilda um öll önnur hljóð málsins. Þannig séð hefur framsetning
reglna af ofangreindu tagi í rauninni ekki skýrt neitt.
Þótt þannig megi telja, að undangengnar tækjahljóðfræðilegar rann-
sóknir hafi ýmislegt skýrt varðandi myndun [h] í innstöðu, eru samt
ýmis atriði, sem ekki er vitað um. Þannig er ekki vitað um starfsemi
opnunar- og lokunarvöðva raddglufunnar og enginn hefur séð form
raddglufunnar í íslenzku tali, því að ályktanimar hafa verið dregnar af
raddglufuriti, sem sýnir opnu raddglufunnar aðeins óbeint, enda þótt
tímasvörunin megi hins vegar teljast því sem næst 100% ömgg (Hutters
1976; Magnús Pétursson 1976).
Markmið rannsókna þeirra, sem lýst er í þessari grein, var að kanna
nánar þessi atriði. Til grundvallar liggja tvær upptökur, sem gerðar
voru við hljóðfræðistofnun Háskólans í Kaupmannahöfn þann 29.
október 1977 og 5. til 6. marz 1980. Ég vil hér sérstaklega þakka
Hajime Hirose frá talrannsóknadeild ríkisháskólans í Tókyó, prófessor
Eli Fischer-Jprgensen og Birgit Hutters, sem gerðu mér mögulegt að
gera þessar tilraunir. Fyrri tilraunin tókst því miður ekki fullkomlega
að því leyti, að ekki reyndist unnt að láta tölvu meðhöndla skráningu