Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 118
116
Magnús Pétursson
3. Lýsing rannsóknaraðferða
3.0
Báðar rannsóknaraðferðimar, sem beitt var, krefjast mjög mikils
tækjaútbúnaðar og mannafla. Þær er því aðeins hægt að nota við tiltölu-
lega fáar stofnanir og til þessa hefur þeim fremur lítið verið beitt í hljóð-
fræðirannsóknum.
3.1 Vöðvarafstraumsskráning
Nálrafskautum var komið fyrir í barkakýlisvöðvana cricoarytaenoi-
deus posterior, sem hefur það hlutverk að opna raddglufuna og er eini
opnunarvöðvinn í barkakýlinu, og interarytaenoideus, sem lokar hinum
svokallaða hvíslþríhyrningi í barkakýlinu. Rafskautin voru sett í gegn-
um munnholið og var nauðsynlegt að deyfa munnholið og tunguna,
meðan þeim var komið fyrir. Þessari tækni hefur verið lýst í Hirano &
Ohala (1969), Hirose, Gay & Strome (1971) og Sawashima (1974).
Tölvumeðhöndlun vöðvarafstraums hefur verið lýst í Kewley-Port
(1973) og Rischel & Hutters (1980).
Rafstraumurinn var skráður bæði beint og magnaður um 30dB og
tímaréttur á tvær upptökurásir átta rása upptökutækis. Jafnframt var
skráð hátíðnisveiflurit (duplex oscillogramm), grunntónn og hljóð-
styrkur, auk tveggja tímalína.1
1 Þar eð hér er um að ræða tækni, sem fyrir stóran hóp lesenda þessa tímarits
er lítt þekkt, hefur ritstjórnin farið þess á leit, að nánar verði skýrð þau hugtök,
sem hér eru notuð í textanum:
(1) Það er kallað að tímarétta, þegar vissir punktar á hljóðsveiflunum eru
teknir út úr heildinni og magnaðir, en afgangur sveiflanna útilokaður. Ar-
angurinn er einföldun hljóðsveiflunnar, þar eð aðalatriðin korna skýrar
fram, en smáatriðunum er ýtt til hliðar. Þetta er oft nauðsynlegt að gera til
að geta afmarkað hljóðin í talstraumnum.
(2) Hátíðnisveiflurit er sveiflurit, þar sem hátíðni ofan 1000 eða 2000
Hertz er skráð, en lágtíðnin útilokuð. Venjuleg sveiflurit hafa í hæsta lagi
tiðni allt að 800 Hertz eða minna, en sjaldan meira. Hátíðnisveiflurit eru
því mjög gagnleg tii að afmarka önghljóð eins og s, sem hafa háa tíðni eða
þætti eins og fráblástur, sem einnig hefur að hluta háa tíðni.
(3) Tímalínan skráir tímann óháð því, hve tækið skráir fyrirbærin með mikl-
um hraða og tryggir hún því, að tímamælingin verður ávallt rétt. Þetta er
sérsaklega mikilvægt atriði, þegar um er að ræða lengdarmælingar.
Sumir kynnu að varpa fram þeirri spurningu, hvort eðlilegt tal sé mögulegt, þegar
öll þessi tæki eru tengd við hljóðhafann. Truflanir er ekki hægt að útiloka, en í
hljóðfræðilegum rannsóknum er ekki verið að leita að algjörum tölum, heldur að