Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 119
Ljósmyndun af stöðu raddbandanna 117
Ætlunin var að meðhöndla vöðvarafstrauminn í tölvu, en það reynd-
ist ekki unnt vegna truflana frá öðrum vöðvum í líkamanum í seinni
hluta tilraunarinnar. Sennilega hafa rafskautin hreyfst, á meðan á upp-
töku stóð. Ekki reyndist unnt að kippa þessu í lag á þeim tíma, sem var
til umráða. Því verða hér aðeins sýnd einstök dæmi. Skráningin var gerð
með 9 rása sveiflurita (gerð Elema-Schönander 800) og má sjá sýnis-
hom af því á myndum 1 og 2 á bls. 120-121. Á yfirliti nr. 1 í lok
greinarinnar er tækjauppsetningin skýrð nánar.
3.2 Ljósmyndun raddglufunnar í gegnum glerkapal (raddglufusjá)
Markmið þessa þáttar tilraunanna var að fá ljósmynd af opnu
raddglufunnar við myndun fráblásturs, við myndun [h] í innstöðu („að-
blásturs“) og við myndun nokkurra annarra óraddaðra hljóða í ís-
lenzku. Upptökumar vom gerðar 5. og 6. marz 1980 í Kaupmannahöfn.
Var notuð tækjauppsetningin, sem sýnd er á yfirliti nr. 2 hér aftast.
Glerþráðarkapli, sem er hluti af raddglufusjá (fiberscope) af gerðinni
Olympus CLE-3, er komið fyrir í gegnum nefið og hann látinn stað-
næmast neðarlega í kokinu, svo að ljós, sem leitt er eftir honum, geti
lýst upp barkakýlið. Eftir einni rás kapalsins er leitt kælt Ijós ofan í
barkakýlið, en við aðra rás glerkapalsins er tengd myndavél, sem ljós-
myndar stöðu raddbandanna. Utan á barkakýlinu er komið fyrir hylki
með ljósnæmri himnu, sem skráir ljósmagnið, sem fer í gegnum radd-
glufuna, er hún opnast. Opna raddglufunnar er í réttu hlutfalli við hið
skráða ljósmagn, sem síðan er leitt til raddglufurita, sem skráir það í
kúrvuformi, eftir að það hefur verið magnað og breytt í rafsveiflur. Á
sveiflusjá er fylgzt með því, að staða glerkapalsins í kokinu sé ávallt
rétt. Hljóðið er samtímis tekið upp á segulband. Merkin frá öllum
tækjunum eru síðan skráð á átta rása segulbandstæki af gerðinni Lyrec
TR-86, áður en þau eru skráð á pappír með 9 rása sveiflurita af gerð-
inni Elema-Schönander 800. Er þannig hægt að fá samtímis ljósmynd
af stöðu raddbandanna og raddglufurit (glottogramm), sem skráir stöðu
raddbandanna miðað við tíma þann, sem fer í framburð viðkomandi
hljóðs.
hlutfallslegum gildum, sem ekki breytast, ef truflunarþáttum er haldið stöðugum.
Þess vegna er ekki hægt að efast um gildi hljóðfræðirannsókna, þótt truflandi
þættir komi inn, þegar um er að ræða tækjarannsóknir eða rannsóknir, sem tæki
eru notuð við.