Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 124
122
Magnús Pétursson
-------1------1------?-----1------1-------------
V h C V
Mynd 3. Einfölduð yfirlitsteikning af starfsemi vöðvanna cricoarytaenoideus
posterior (PCA) og interarytaenoideus (INT) við framburð atkvæða af gerðinni
sérhljóð + h + lokhljóð + sérhljóö í íslenzku. Interarytaenoideus er virkur við
rödduð hljóð, en cricoarytaenoideus posterior við opnun raddglufunnar í sambandi
við órödduð hljóð. Enda þótt starfsemi vöðvanna sé að hluta til samtímis, er hlut-
verk þeirra samt greinilega aðskilið.
að það er interarytaenoideus, sem er í lágmarki, enda er það eðlilegt,
þar eð raddglufan er opin. Hins vegar er starfsemi interarytaenoideus í
hámarki við sérhljóðin (ippi, hetta), þar sem lokun raddglufunnar þarf
til að tryggja, að raddmyndun við myndun sérhljóðanna verði með
venjulegum hætti.
Niðurstöður þessarar athugunar koma því heim við þær niðurstöður
annarra hljóðfræðinga, að cricoarytaenoideus posterior vöðvinn gegni
mikilvægu hlutverki í talmáli og starfsemi hans sé einkum tengd þeim
hreyfingum, sem beinast að því að opna raddglufuna. Þetta er sýnt á
einfaldan hátt með teikningunni á mynd nr. 3, þar sem starfsemi beggja
vöðvanna og tímasamsvörun eru gefnar til kynna með breiðu svörtu
striki.
Opnunarhreyfingin er árangur af virkri vöðvastarfsemi, sem er sá
þáttur, er stjómar tímasamsvörun í töluðu máli. Hins vegar er ekki þar
með sagt, að opnun raddglufunnar sé tengd röddunarleysi á einfaldan
hátt. í ýmsum málum koma fyrir rödduð hljóð með ólíkum opnunar-
stigum raddglufunnar.2 Jafnvel í íslenzku kemur raddað h fyrir milli
sérhljóða í setningahljóðfræði og er það þá borið fram með hálfopinni
raddglufu. Þessar niðurstöður em í samræmi við niðurstöður Hirose
2 Þekktasta dæmi um þess konar hljóð eru rödduð fráblásin samhljóð, sem
einkum eru þekkt úr ýmsum indverskum málum. Tilvist þeirra sýnir að opnun
raddglufunnar merkir ekki undantekningarlaust röddunarleysi, enda þótt það sé
vitaskuld oftast svo.