Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 125
Ljósmyndun af stöðu raddbandanna
123
(1971, 1976, 1977) og Hirose & Gay (1972). Þar eð svipuð atriði
virðast hér gilda fyrir hin ólíkustu tungumál, er líklegt, að túlka beri
þau sem afleiðingu af líffæralegri gerð og byggingu talfæra okkar (Yo-
shioka, Löfqvist & Hirose 1980).
4.2 Ljósmyndun af opnun raddglufunnar við myndun h í innstöðu og
við myndun lokhljóða
Niðurstöður tilraunarinnar af mælingu raddglufuopnunnar eru
dregnar saman í töflu nr. 1.
Tafla 1. Niðurstöður mœlinga raddglufuopnunnar. Tölurnar eru
meðaltal 12 mœlinga.
Orð A B C D
hifíi 13,8 17,3 (1) 4,0 27,4
pi/c/ci 12,5 15,5 (2,4) 4,8 23,5
teppi 14,5 13,7 (1,2) 4,8 25,3
Orð E F G
hýddi 25,5 (1,2) 7,0 19,0
kíki 11,2 (5,8) 7,4 21,0
fími 12,2 (7,8) 9,5 20,0
A = lengd [h] í innstöðu; B = lengd lokhljóðsins á eftir [h]; C = mesta opna
raddglufu innan [h] mæld frá byrjun opnu samhljóðsins; D = hlutfallsleg opna
raddglufunnar í mm; E=lengd Iokhljóðsins (í sviga er lengd sprengingar lok-
hljóðsins); F = mesta raddglufuopna mæld frá byrjun samhljóðsins; G = hlut-
fallsleg raddglufuopna mæld í mm.
Niðurstöðurnar í töflu 1 koma heim við niðurstöður úr fyrri raddglufu-
mælingum mínum (Magnús Pétursson 1975, 1976, 1977, 1978c). Lengd
lokhljóðs, sem [h] fer á undan, er yfirleitt svipuð eða lítið eitt meiri en
lengd einfalds lokhljóðs í innstöðu í orðum eins og sápa, hiti, aki, aka.
Yfirleitt er lokhljóð á eftir [h] þó lítið eitt lengra en á eftir öðrum
samhljóðum, því að [h] hefur minnsta eiginlengd allra samhljóða. Það
hefur þær afleiðingar, að eftirfarandi lokhljóð bætir upp að nokkru, að
lengd h-sins er minni. Sú tilhneiging er ríkjandi í hverju tungumáli, að