Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 137
Orð af orði
Hér er ætlunin að hleypa af stokkunum föstum þætti um orð og orðasambönd eða
marka stuttum athugasemdum af því tagi ákveðinn bás í tímaritinu. Þar verður
væntanlega fyrst og fremst fjallað um orð, orðmyndir og orðasambönd er verið
hafa á dagskrá í útvarpsþættinum „íslenskt mál“ sem starfsfólk Orðabókar Há-
skólans hefur haft á hendi um árabil. Þar verður til dæmis reynt að gefa yfirlit um
árangur eftirgrennslana um einstök orð. Slíkt yfirlit eða greinargerð vill oft verða
útundan í útvarpsþáttunum af ýmsum ásæðum, m. a. af því að stundum er svo
margt á döfinni í einu að ekki gefst ráðrúm til frekari umfjöllunar, en um sumt
berst vitneskja svo seint að ekki næst yfirlit fyrr en eftir langan tíma.
Ekki ber að líta svo á að í þessum þætti verði alltaf sagt síðasta orðið um það
efni sem fjallað er um hverju sinni. Miklu fremur er ætlast til að hér verði vett-
vangur fyrir minni háttar athuganir, hugmyndir og athugasemdir sem menn vilja
koma á framfæri — eða jafnvel að hér verði rúm fyrir frekari fyrirspurnir um orð
eða orðafar sem menn hafa verið að athuga. Þeir sem vilja koma slíku efni á fram-
færi skulu senda framlag sitt til tímaritsins Islenskt mál, Arnagarði v. Suðurgötu,
Háskóla Islands, 101 Reykjavík. Svör við fyrirspurnum orðabókarmanna eða
beinar athugasemdir við efni frá þeim skal senda beint til Orðabókar Háskólans,
Arnagarði v. Suðurgötu, 101 Reykjavík, nema menn telji að slíkar athugasemdir
eigi erindi í tímaritið.
Ritstj.
ár, ári
Einhverju sinni rákust orðabókarmenn á kvenkynsorðið ár ‘verkfæri til
að róa með’ í myndinni ári. Þegar farið var að hyggja frekar að þessari
orðmynd í söfnum Orðabókar Háskólans (OH), kom í ljós að um hana
voru nokkur bókfest dæmi og þau þannig vaxin að ástæða þótti að ætla
að mynd þessi ætti sér stoð í mæltu máli. Fyrir urðu dæmi eins og að
leggja út ári, damla með ári og komið þið með árin. Þessi fáu dæmi,
sem tiltæk voru, bentu til Suðurnesja og Suðurlands. Vestfirskur heim-
ildarmaður sagðist reyndar hafa heyrt þetta í Arnarfirði en það hefði
verið úr munni Suðurnesjamanna sem þar reru. Ekkert var frekar vitað
um útbreiðslu þessara mynda, beygingu þeirra og jafnvel ekki kynferði.