Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 139
Orð af orði
137
damla með ári en allir aðrir sögðu ár þar nyrðra. Einnig tjáði sunn-
lenskur heimildarmaður okkur að tengdafaðir sinn, gamall hákarla-
maður norðan úr Fljótum, hefði notað þessa orðmynd.
Hér að framan var þess getið að vestfirskur heimildarmaður hefði
heyrt orðalag eins og réttið þið mér árin, í Arnarfirði af vörum Suður-
nesjamanna. Engin dæmi önnur fengum við af Vestfjörðum um þessa
orðmynd, né heldur nokkur dæmi um hina umræddu kvenkynsmynd,
árí. Við urðum hins vegar vör við að sú mynd hafði heyrst vestanlands
og þótt ankannaleg. T. d. segir einn breiðfirskur heimildarmaður að
hann hafi heyrt skopast að því þar í eyjunum að Sunnlendingar eða
Suðumesjamenn töluðu um ári, segðu t. d. róa á eina ári en ekki ár
eins og eyjamenn sögðu sjálfir. En það er ekki einungis að þessi orð-
mynd hafi þótt hljóma einkennilega á sumum stöðum heldur hafa skóla-
menn komist á snoðir um hana og bannfært. í Leiðréttingum nokkurra
mállýta eftir Jón Jónasson frá árinu 1914 er orðmyndin talin meðal
þeirra sem beri aS varast og sögS vera sunnlensk málleysa. Höfundur,
sem var kennari í HafnarfirSi, var sjálfur DalamaSur aS uppruna.
Ekki kom það glöggt fram í eftirgrennslan okkar hvort orðmyndin
ári er enn í fullu gildi í mæltu máli. Höfundar þeir, sem vitnað var til,
eru komnir á efri ár og heimildarmenn okkar sumir enn eldri. Það kann
því að vera að þessi mynd sé að hverfa úr mæltu máli. En óvíst er að
það sé fyrir varnaðarorð kennara. Orðmynd eins og ári, eða öllu heldur
breytingin ár^ári er óvenjuleg ef ekki einstæð meðal kvenkynsorða af
þessum flokki. Orðið gengur hér í liðfáan flokk kvenkynsorða (orða
eins og eyri, heiði, mýri) og stendur þar einangrað merkingarlega.
Hvorugkynsmynd í fleirtölu eins og árin (réttið þið mér árin) sýnir að
óvissa ríkir jafnvel um kyn þess. Það á því í vök að verjast innan beyg-
ingakerfisins og hverfur að lokum í sitt forna far.
G.I.
móðir, móða, mœða
Einhvem tíma að haustlagi bar á góma á Orðabók Háskólans orð yfir
sáðkartöfluna eða móðurkartöfluna í garðinum að haustlagi. Kom þá
brátt í ljós að um þetta em höfð nokkur ólík orð og orðmyndir sem lítt
era skráð í orðabækur og var því farið að grennslast fyrir um þetta hjá
hlustendum í þættinum „íslenskt mál“. Vissulega reyndust orð eins og
móðir, kartöflumóðir vel þekkt um land allt og sums staðar virtist orðið