Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 140
138
OrÖ af orÖi
mella tíðkað um þetta. í sumum sýslum og héruðum, t. d. í Húnaþingi,
kváðu heimildarmenn orðið (kartöflufmóðir hið eina sem notað væri
um þetta og fleiri norðlenskir heimildarmenn tóku í sama streng. Hins
vegar komu hér fram nokkrar fleiri orðmyndir og í því sem hér fer á
eftir verður einkum rætt um myndir eins og (kartöflu)- móða og mœða.
Um orðmyndina móða, kartöflumóða, fengum við allmörg dæmi en
nokkuð dreifð, allt frá sunnanverðum Austfjörðum, um Austur-Skafta-
fellssýslu, Suðurland og allt vestur í Reykhólasveit. Enn fleiri dæmi og
víðar að fengum við um orðmyndina kartöflumœða eða styttri mynd
hennar, mœða. Nokkuð varð þess vart að hlustendur teldu orðið mæða
einhvers konar afbökun sem ekki væri vert að hafa fyrir öðrum eða eins
og einn heimildarmaður komst að orði í samtali: „Ég taldi alltaf að
orðmyndin mæða væri nokkurs konar krakkamál og tók aldrei mark á
henni sem orði.“ Það kann vel að vera að mœðan sé mál barna í önd-
verðu. Hins vegar eru heimildarmenn okkar engin böm og undirtektir
þeirra sýndu að orðið var svo útbreitt og algengt í munni þeirra sjálfra
að taka verður mark á því sem orði og verður nú rakið í stuttu máli það
sem hafðist upp úr fyrirspumum okkar. Við fengum fyrst dæmi um
þessa orðmynd af Vesturlandi, nánar til tekið af Akranesi, en við frekari
eftirgrennslan komu okkur dæmi austan úr Skaftafellssýslum, svo og úr
Ámes- og Rangárþingi, Mýmm, Snæfellsnesi innanverðu og úr Dölum.
Nokkrir Dalamenn töldu að orðið mœða væri ríkjandi nafngift á móður-
kartöflunni þar um slóðir. Frekari heimildir um þetta orð teygðu sig
norður í Strandasýslu og heimildarmenn í Austur-Barðastrandarsýslu
könnuðust við orðmyndina allt út í Breiðafjarðareyjar. Eins og áður er
getið töldu Húnvetningar að orðið (kartöflufmóðir væri ríkjandi nafn-
gift þar í sveitum. En norðan úr Eyjafirði fengum við hins vegar dæmi
um orðmyndina mœða. Akureyringur nokkur tjáði okkur að sér væri
þessi orðmynd töm en hlustandi, sem býr inni í Eyjafirði, kvaðst hafa
heyrt fólk þar nota orðið mœða en móðir sé þar þó venjulegra.
Þetta er í stómm dráttum það sem hlustendur höfðu að segja um
orðmyndina mœða. Orð þetta er ekki að finna í orðabókum en þar sem
orðmyndin mœða er jafn útbreidd um landið og raun ber vitni, verðum
við að taka mark á henni sem orði eins og áður segir. Hitt er svo annað
mál að þetta kann að hafa verið barnamál í öndverðu og orðmyndin
hefur vissulega æxlast af orðinu móðir, nánar til tekið af fleirtölumynd-
inni mœður. Þá er litið svo á að mœður sé fleirtölumynd af orðinu
mæða eins og lœður er fleirtala af læða, slæður af slæða, ræður af ræða