Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 145
Orð af orSi 143
‘hryðja’. í orðabók Björns Halldórssonar er aðeins no. hrœða í merk-
ingunni ‘fuglahræða’.
Ég tók því að spyrjast fyrir um orðið hreða til þess að kanna, hvort
það lifði í munni fólks, notað um eitthvað ómerkilegt, þótt ekki hefði
það komizt á bækur. Aðeins þrír af heimildarmönnum okkar könnuðust
við hreöu í þessari merkingu, og eru þeir allir úr Suður-Þingeyjarsýslu.
Einn þeirra sagði svo í bréfi: „Ullarhreða er léleg ull og þá oftast átt
við kviðarull, sem er sneplótt og léleg.” Annar gat þess, að ullarhreða
væri fyrst og fremst gisin ull, ekki endilega flókin. Ætti hann kind, sem
hefði slíka ull, og væri hún kölluð Hreða. Enginn kannaðist hins vegar
við samsetninguna flothreða. Svo virðist því, sem hreða lifi einungis í
Suður-Þingeyjarsýslu notað um ull.
En hvernig stendur þá á fyrrgreindri merkingu? Hreða er skylt lo.
hraður, lo. hrœddur og so. hrœða. í stóru dönsku orðabókinni er getið
um no. rœde í merkingunni ‘fuglahræða’, en einnig er það notað í yfir-
færðri merkingu um druslulega, illa klædda konu. (Ordbog over det
danske Sprog XVIII, dálkur 88-89.) Ekki er ósennilegt, að myndin
hreða ‘fuglahræða’, sem hliðarmynd við hrœða, sé til komin fyrir áhrif
frá danska orðinu rœde, og merkingin síðan verið yfirfærð á eitthvað
lítilfjörlegt, t. d. gisna eða sneplótta ull.
Guðrún Kvaran
Orðabók Háskólans,
Reykjavík
RITASKRÁ
Björn Halldórsson. 1814. Lexicon islandico-latino-danicum. Havniæ.
Cleasby-Vigfússon = Cleasby, Richard, & Guðbrandur Vigfússon: An Icelandic-
English Dictionary. [2. útgáfa með viðbæti eftir Sir William A. Craigie.] Ox-
ford, 1957.
Guðmundur Daníelsson. 1962. Verkamenn í víngarði. ísafoldarprentsmiðja H.F.,
Reykjavík.
Halldór Kiljan Laxness. 1958. Brekkukotsannáll. Helgafell, Reykjavík.
—. 1960. Paradísarheimt. Helgafell, Reykjavík.
—. 1972. Guðsgjafaþula. Helgafell, Reykjavík.
Hallgrímur Pétursson. 1885. Nokkur Ijóðmœli. Reykjavík.
Jón Jónasson. 1914. Leiðréttingar nokkurra mállýta. Reykjavík.
Landnáma = íslendingabók. Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út. íslenzk
fornrit. I. bindi. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík, 1968.