Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 147
Flugur
Oft kemur fyrir að málfræðingum eða áhugamönnum um málleg efni flýgur ýmis-
legt í hug sem ástæða væri til að koma á framfæri en stendur þó ekki undir venju-
legri tímaritsgrein. Stundum eru þetta stuttar athugasemdir við eitthvað sem aðrir
hafa skrifað, sundum eigin tilgátur eða hugdettur sem aðrir kynnu að hafa gagn
eða gaman af að heyra um.
Ritstjórn tímaritsins íslenskt mál hefur ekki þurft að kvarta yfir því að henni
bærust ekki langar, fræðilegar greinar með ósk um birtingu. Slíkar greinar — þ. e.
fræðilegar greinar í fullri lengd — verða auðvitað alltaf aðalstofninn í fræðilegu
tímariti. En við viljum líka hvetja menn til að senda okkur stuttar athugasemdir
þegar þeim flýgur eitthvað snjallt í hug. í þeirri von að slíkt efni geti gefið tíma-
ritinu léttara yfirbragð og aukið á fjölbreytni þess, er hér riðið á vaðið með þrjár
„flugur" af þessu tagi.
Ritstj.
Athugasemd um tilvísunarsetningar
í 2. árg. tímaritsins íslenskt mál birtist grein eftir Höskuld Þráinsson
sem nefnist „Tilvísunarfornöfn?“ Þar er m. a. aS finna þessar setningar
(númer óbreytt):
(53)1 sjá maSr, er vér segjum nú frá jartegnum —, átti marga
lærisveina (Nygaard 1966:258)...
2 má nefna konu eina, sem er einstæSingur og á tvö ungbörn,
sem annaS — hefir lengi veriS veikt (OH, 19. öld)
3 réSi til sín fjóra háseta, sem enginn — hafSi áSur stundaS sjó-
mennsku aS ráSi (OH, 20. öld)
í athugasemdum viS þessi dæmi segir Höskuldur: „Fæstir geta . .. boriS
sér dæmi af þessu tagi í munn lengur“ (1980:82).
Þar sem ég er einn þessara fáu, langar mig aS gera athugasemd viS
þetta. Dæmi (53)1 gæti ég aS vísu ekki tekiS mér í munn; þaS slær mig
eins og hrár latínismus. En dæmin (53)2-3 eru tæk eftir minni málvit-
und. Ég mun í reynd ekki nota þessa setningagerS aS jafnaSi; hún er
ekki „mitt mál“ í þeim skilningi en þó hluti af málinu sem ég kann og
íslenskt mál III 10