Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 148
146
Flugur
ég gæti brugðið henni fyrir mig af tilgerð. Um hana gildir því í minni
málvitund hið sama og um tfn. hver, sem mér finnst ég kunna að nota
þó ég geri það aldrei; og þá aðferð að skilja eftir fomafn í eyðu tilvís-
unarsetningar, sem ég kann líka, en myndi skynja sjálfur sem tilgerð
ef ég beitti (og líklega geri ég það örsjaldan í tali). Dæmi um þessi atriði
eru t. d. nr. (40), (41), (55) og (56) hjá Höskuldi.
En það vafðist sem sagt fyrir mér að sjá Höskuld flokka saman í
(53) tvö dæmi sem mér finnst nokkurn veginn nothæf og svo það þriðja
sem verkar gerólíkt á mig og mér finnst engin íslenska. Mér hefur dottið
í hug að í mínu máli væri reglan þannig að alls ekki megi fella niður úr
tilvísunarsetningu eignarfall eða eignarfallseinkunn ef fallvaldurinn er
nafnorð (sbr. (53)1) en hins vegar megi búa til setningar á borð við
(53)2-3 þar sem brottfallni liðurinn stendur (stóð?) með fornafni eða
töluorði. Ég varpa þessari tilgátu hér fram til frekari athugunar.
Mig langar svo í leiðinni að benda á eitt atriði sem er hugsanlegt að
tengist þessu á einhvern hátt. Lítum aftur á setningu (53)2 þar sem verið
er að fjalla um tvö ungbörn. í svolítið breyttri mynd gætum við fengið
eftirfarandi:
(1) Konan á tvö ungbörn og
a *annað það hefur lengi verið veikt
b annað þeirra hefur lengi verið veikt
c annað ungbarnið hefur lengi verið veikt
d annað ungbarnanna hefur lengi verið veikt
Hvernig stendur á því að hér er nefnifall fornafnsins (það í (l)a) ótækt
en eignarfallið eðlilegt (þeirra í (l)b). Þegar nafnorðið er notað, má hins
vegar ýmist hafa nefnifall eða eignarfall (þótt eignarfallið sé þar stíllega
,,merkt“). Gætu þessar andstæður eitthvað hjálpað okkur til að komast
að því hvað það er sem fellt er brott úr tilvísunarsetningum sem tengdar
eru með tilvísunartengingu?
HEIMILDIR
Höskuldur Þráinsson. 1980. Tilvísunarfornöfn? íslenskt mál 2:53-96.
Nygaard, M. 1966. Norr</>n syntax. 2. útg. óbreytt. H. Aschehoug & Co., Oslo.
OH = Seðlasafn Orðabókar Háskólans.
Helgi Skúli Kjartansson
Grettisgötu 17,
101 Rcykjavík.