Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 149
Flugur
147
íranskeisari og íslenskt mál
0.
Á undanförnum misserum hef ég æ oftar rekist á tiltekna notkun at-
viksorðsins (?) fyrrum — notkun sem samrýmist ekki minni málkennd.
Þótt ég hafi ekki gert tölfræðilega athugun á þessu, er ég viss um aS
þessi notkun hefur færst í vöxt. Mig langar til aS varpa hér fram þeirri
tilgátu aS fall íranskeisara hafi stuSlaS aS þessari málþróun.
1.
Lítum fyrst á tvö setningapör:
(1) a Ég hitti Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseta
b Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseti, flutti aSalræSuna
(2) a Ég hitti Kristján Eldjám, fyrrum forseta
b Kristján Eldjárn, fyrrum forseti, flutti aSalræSuna
í fljótu bragSi gæti virst aS þessi setningapör hefSu samsvarandi form-
gerS (þ. e. (l)a sömu formgerS og (2)a, og (l)b sömu og (2)b), enda hafa
þau þaS trúlega nú orSiS í máli allmargra íslendinga. í báSum er einhvers
konar viSbót eSa viShengi sem skýrir nánar viS hvern er átt. í mínu máli
eru þessar setningar hins vegar ekki sama eSlis — þ. e. pörin hafa ekki
samsvarandi formgerS. í (1) er orSiS fyrrverandi hliSstætt ákvæSisorS
(lýsingarorS) meS forseta, en í (2) finnst mér orSiS fyrrum vera atviks-
orS. í staS fyrrum má t. d. nota atviksorSiS áður í sömu merkingu:
(3) a Ég hitti Kristján Eldjám, áSur forseta
b Kristján Eldjám, áður forseti, flutti aðalræðuna
AtviksorS eins og síðar geta líka tengt sams konar viSbætur:
(4) a Ég fór í frönskutíma hjá Vigdísi Finnbogadóttur, síSar forseta
b Vigdís Finnbogadóttir, síSar forseti, kenndi frönsku
Mörgum finnst þetta sjálfsagt lítil speki. Ekki þarf annaS en fletta
upp í helstu orSabókum til aS sjá aS orSin fyrrum, áður og síðar em
jafnan greind sem atviksorS. Þannig eru þau líka greind í seSlasöfnum
OrSabókar Háskólans (OH). ÞaS mætti því ætla aS þau hegSuSu sér öll
sem venjuleg atviksorS — og mér finnst reyndar aS þau geri þaS aS
flestu leyti í mínu máli. Lítum á nokkur frekari dæmi um „atviksleg
viShengi“ meS fyrrum, áður og síðar og berum þau saman viS dæmi