Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 151
Flugur
149
{Fyrrum
Á5ur forseta, Kristján Eldjárn, hitti ég í hófinu
Síðar
2.
Ég á von á því að nokkrir lesenda séu sammála því sem ég hef sagt
urn góðar og vondar (réttar/rangar, tækar/ótækar) setningar hér að
framan. Ég býst þó við að allmörgum þyki stjörnumerktu setningarnar
betri eða skárri þegar fyrrum er valið en ekki áður eða síðar. M. ö. o.,
ég býst við að sumir geti fellt sig við setningarnar í (13) þótt þeim þyki
dæmin í (14) t. d. vond (* eða ? er sleppt hér af ásettu ráði — lesendur
geta sjálfir merkt við setningarnar eftir eigin máltilfinningu):
(13) 1 Ég hitti fyrrum forseta
2 Fyrrum forseti flutti aðalræðuna
3 Ég hitti fyrrum forseta, Kristján Eldjárn, í hófinu
4 Fyrrum forseta, Kristján Eldjárn, hitti ég í hófinu
(14) 1 Ég hitti áður forseta
2 Áður forseti flutti aðalræðuna
3 Ég hitti áður forseta, Kristján Eldjárn, í hófinu
4 Áður forseta, Kristján Eldjárn, hitti ég í hófinu
Það hlýtur að vera að mörgum þyki setningamar í (13) betri en dæmin
í (14), þótt mér þyki allar setningarnar álíka vondar, því að auðvelt er
að finna dæmi sambærileg við (13) í nýlegum fjölmiðlafréttum t. d., og
fyrir skömmu rakst ég á eitt dæmi af þessu tagi í skólaritgerð eftir 12
ára son minn. Það var eitthvað á þessa leið:
(15) Ég fór í ferðalag með fyrrum skólasystkinum mínum
Dæmi á borð við (14) kannast ég aftur á móti ekki við.
Mér finnst hins vegar að setningar svipaðar (13) hafi fyrst orðið vem-
lega áberandi undanfarin misseri. Kenning mín er sú að ömurleg örlög
fyrrverandi íranskeisara valdi þessu. Mánuðum saman mátti nefnilega
heyra eða lesa setningar á borð við (16) í íslenskum fjölmiðlum:
(16) 1 Kómeiní erkiklerkur hefur ásakað Múhameð Resa Pahleví,
fyrmm íranskeisara, um að . ..
2 Læknar í New York hafa rannsakað fyrrum íranskeisara og . ..
3 Fyrrum íranskeisari, Múhameð Resa Pahleví, kom til Kaíró í
morgun ...