Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 157
Flugur
155
Regla þessi hefur auðsæilega ýmsa kosti fram yfir (1), er t. d. til muna
einfaldari og gerir grein fyrir kringingu s. hl. klofningartvíhljóðanna
(síðar ia, ig) — auk þess að hún stenst röklega.
Athyglisvert er að samkvæmt (2) valda ekki aðeins áherslulaus a og
u klofningu heldur og hálfsérhljóðið w, sbr. það sem áður sagði um
smigr, migl (< */smerwa/, */melwa/) og svipaðar afstæður í u- (w-)
hljóðvarpi; ennfremur að a. m. k. eitt samhljóð verður að fara á milli
e og klofningarvaldsins, sbr. */ketwa//> kigt en hinsvegar */knewö/
> kné þar sem ekkert samhljóð fer á milli e og hálfsérhljóðsins w.
En hvað er þá að segja um óklofna stuttstofna í vesturnorrænu og
áðurnefnda og merkilega niðurstöðu Dyviks (1978) um þá? Því er í sem
skemmstu máli til að svara að einmitt í krafti þeirrar niðurstöðu má gera
mun einfaldari grein fyrir þessu atriði en Dyvik gerir sjálfur með því
að taka upp samhljóðakenningu um langstofna. Það virðist sem sagt
að eftirfarandi regla hafi verkað á undan klofningu:2
(3) V
' + áh V
-=- langt -r- áh
nál -> [ + fjarl] / — C1 + uppm kr
-=- uppm . h- kr _ - + fjarl
Þ. e.: Á meðan ö kemur enn fyrir í áherslulausum atkvæðum, fjarlægist
eða opnast e í stuttstofnum (þ. e. á undan einu samhljóði) þegar í eftir-
farandi atkvæði er áherslulausa og fjarlæga sérhljóðið a. Síðan verður ö
> a, uí áherslulausum atkvæðum og loks „kljúfa“ áherslulaus a og u
undanfarandi e, en vel að merkja því aðeins að þetta e sé [ fjarl], sbr.
(2).
Við þetta er aðeins því að bæta að reglan í (3) er nánast samhljóða
skýringartilgátu sem Janzén (1944:237 o. áfr.) hefur sett fram um
óklofna stuttstofna í vesturnorrænu. Hefur sú tilgáta raunar farið furðu
ókringdu áherslusérhljóði (þ. e. e) ef a. m. k. eitt samhljóð fer á eftir. Þetta hálf-
sérhljóð lagar sig að áherslulausa, uppmælta sérhljóðinu eða hálfsérhljóðinu sem
á eftir fer að því er varðar kringingu.
2 Þessi regla segir: Stutt, miðlægt áherslusérhljóð (þ. e. e) fjarlægist ef í mesta
lagi eitt samhljóð fer á eftir og síðan kemur áherslulaust, uppmælt, ókringt, fjar-
lægt sérhljóð (þ. e. á).