Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 161
Ritdómar
Magnús Pétursson. 1981. Lehrbuch der Islándischen Sprache. Mit
Úbungen und Lösungen. Helmut Buske Verlag, Hamburg 1981. 303 bls.
0.
Bók Magnúsar Péturssonar (MP) er kennslubók í íslensku, ætluð til sjálfsnáms
eða kennslu undir leiðsögn kennara. Bókin skiptist í þrjá meginkafla: Hljóðfræði
(bls. 22-51), málfræði (bls. 52-123) og setningafræði (bls. 134-145). Auk þessara
þriggja kafla er að finna gagnlega skrá (bls. 15-19) yfir bækur, er að notum mega
koma við íslenskunám og -kennslu, s. s. kennslubækur í íslensku, yfirlitsverk um
íslenska málfræði, hljóðfræði og setningafræði, orðabækur og yfirlitsrit um ís-
lenskar bókmenntir. Þá er að finna í bókinni málfræðiæfingar (bls. 226-234),
lestrartexta (bls. 213-225) og síðast en ekki síst orðasafn (bls. 236-303).
í stuttum ridómi sem þessum er ekki nokkur vegur að fjalla ítarlega um jafn-
mikið efni og bókin hefur að geyma. Því verður sú leið farin að takmarka um-
fjöllunina að mestu við meginkaflana þrjá og forðast að fjalla um of um einstök
atriði, heldur reynt að beina sjónum að veigamestu atriðunum. Því miður er
hætt við, að þau atriði, er aðfinnsluverð þykja, sitji í fyrirrúmi, en það, sem vel
er gert, verði útundan, en þó verður reynt að gæta jafnvægis í þessum hlutum.
1.
Hljóðritunarkerfi MP er að ýmsu leyti frábrugðið því, sem íslendingar eiga
að venjast, t. d. eru lokhljóð flokkuð eftir fráblæstri en ekki hörku (þ. e. bera vs.
pera [pe:ra] vs. [phe:ra]), aðblásturshljóðið er hljóðritað sem sérstakt hljóð (yaín:
[vahtn] en ekki [vahtn]) og fleira mætti tína til. Ekki verður lagður neinn dómur
á ágæti hljóðritunarkerfis MP hér, enda hefur verið allítarlega um það rætt annars
staðar (Höskuldur Þráinsson 1977), en hér á eftir mun ég oftast nota „hefðbundn-
ari“ hljóðritun og vona, að það valdi ekki misskilningi.
í heild virðist MP takast að gera góða grein fyrir íslensku hljóðkerfi og fram-
burði, einkum ef tekið er mið af því, hve þröngur stakkur honum er skorinn í
kennslubók af þessari stærð. Þannig er að finna á bls. 22-25 einkar greinargott
yfirlit yfir íslenska stafrófið og framburð einstakra hljóða, er hver stafur fyrir sig
getur táknað, og á bls. 38-39 er að finna skýrt yfirlit yfir íslenska hljóðkerfið. Á
nokkrum stöðum gætir þó ónákvæmni, t. d. er fjallað um brottfall [v] og [q] á
eftir rituðu á, ó, ú. Nauðsynlegt er að takmarka slíkt brottfall við algera bakstöðu
eða eftirfarandi [a] eða[Y], þar sem [v] fellur ekki brott á undan [i] í orðum eins
og mávi [mau:vi], þótt það geti fallið brott í orðmyndum eins og máva [mau:a]
og máv [mau:]. Svipað gildir um orðmyndirnar mágur [mau:Yr[, mág [mau:] og