Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 163
Ritdómar 161
lykilhlutverki, jafnt við orðmyndun sem beygingu, og því einboðið að leggja hann
til grundvallar við umfjöllun um beygingarfræði.
Eins og áður gat verður vart nokkurrar ónákvæmni í reglum MP um viðskeytt-
an greini. Á bls. 53 er sagt, að ef fallending — hvað sem átt er við með því hug-
taki þar — endar á a, i, u, é, falli i-ið í viðskeyttum greini ávallt brott, t. d. bóndi-
nn, dúkka-n, tré-ð o. s. frv. En hvað þá um orð eins og hlé-ið, hlé-inu, té-ið og
mörg fleiri slík? Á sömu blaðsíðu er sagt, að i-ið í viðsk. gr. falli ávallt brott í
öllum þremur kynjum í þgf. et. Varla getur þetta átt við um kvk.-orð, t. d. skeið-
inni. Enn á sömu blaðsíðu er sagt, að kvk.-orð og hk.-orð, sem enda í stofni á
-r {-ur), haldi r-inu á undan ákv. gr., t. d. lijur-lifrin, hreiður-hreiðrið. Hér er e-ð
málum blandið. Það þarf ekki að koma á óvart, að stofnlægt r haldist í beygingar-
dæmi, og því óþarft að fjölyrða um það. Vandamálið er hins vegar það, að brott-
fallsreglan — sem heppilegt væri að fjalla um á einum stað — er ýmist virk eða
óvirk í dæmum þessarar tegundar, sbr. ceðurin/*œðrin, lifurin/lifrin. — Á bls.
54 eru svo tilgreind þrjú beygingardæmi um viðskeyttan greini, og verður að telj-
ast óheppilegt, að eitt þeirra skuli vera maðurinn, sem um margt hefur óreglulega
beygingu og um sumt einstæða (sbr. nf. ft. menn, m. gr. menn-ir-nir, þar sem -ir er
óreglulegt).
í umfjöllun sinni um no. skiptir MP þeim eftir kynjum og í sterka og veika
beygingu á hefðbundinn hátt. Gert er ráð fyrir fjórum meginflokkum sterkra
kk,- og kvk.-orða, en auk þess tilgreind fjölmörg afbrigði. Alls eru beygingardæmi
um nafnorðabeygingu 60 að tölu, og númerin eru tilgreind í orðasafni, notanda
til mikils hagræðis. Um kyn no. lætur MP sér nægja að segja, að það verði að
læra fyrir hvert no. fyrir sig og ekki sé mögulegt að gefa um það neinar reglur.
Þar sem kyn í íslensku er hins vegar að mestu málfræðilegt en ekki eðlislægt
(natural), eins og t. d. yfirleitt í ensku, gefa endingar no. oft allgóða vísbendingu
um kyn, og hefði að skaðlausu mátt geta þessa.
Ekki er svigrúm til að fjalla ítarlega um einstök atriði varðandi nafnorðabeyg-
ingu, en á nokkur atriði skal drepið. Eins og áður var minnst á, hefði verið heppi-
legt að leggja stofninn til grundvallar við umfjöllun no. — og raunar allra annarra
fallorða og sagnorða. Ef slíkt er gert t. d. við umfjöllun um no.-beygingu, má í
eitt skipti fyrir öll gera grein fyrir helstu breytingum á stofni, sem ekki eru tak-
markaðar við ákveðna tegund (flokk) nafnorða. Sem dæmi mætti nefna brottfall
sérhljóða í ákveðinni tegund viðskeyta (himin- himn-; akur- akr-; jökul- jökl-) og
sérhljóðabreytingar í stofni (akur- ökr-; kall- köll-), en hvorug þessara breytinga
er takmörkuð við einstakan flokk nafnorða, né heldur nafnorðabeygingu yfirleitt.
í öðru lagi væri heppilegt að draga saman á einum stað yfirlit yfir myndir ein-
stakra fallendinga, t. d. kk. et. nf. sterk beyg.: -ur, -l, -n, -0 (hest-ur, jökul-l fíl-l,
himin-n, þjón-n, vagn-0, akur-0). Með þessum hætti fengist betra heildaryfirlit
yfir beygingu no., og með því að draga á þennan hátt fram hin sameiginlegu
atriði má auðvelda lesanda lærdóminn verulega. En MP kýs í þess stað að gefa
beygingardæmi fyrir heimur, himinn, akur, lœknir og söngur, svo að dæmi sé
nefnt. Hvergi er vikið að því, hvað sé sameiginlegt þessum beygingardæmum né
hvers vegna þau eru flokkuð saman. Hvergi er vikið að stofnmyndun né að brott-
fallsreglu, sem er virk í akur og himinn og tengir þessa flokka að því leyti saman.
islenskt mál III 11