Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 166

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 166
164 Ritdómar verið að fá yfirlit yfir persónuendingar sterkra sagna og veikra strax í upphafi ásamt greinargerð fyrir myndun persónu, tölu og háttar og nota beygingardæmin síðan sem yfirlit til upprifjunar, enda í hæsta máta óeðlilegt að læra fyrst mörg mis- munandi beygingardæmi og fara síðan að hyggja að sameiginlegum einkennum og reglum, er um þessi atriði gilda. Þá vekur það furðu, að tvö yfirlit skuli gefin yfir persónuendingar sagna, annars vegar yfir veikar sagnir 1.-3. flokks — sagnir 4. flokks ekki taldar með — og hins vegar yfir „óreglulegar" sterkar sagnir. Heppilegra hefði verið að fjalla saman um persónuendingar sterkra sagna og veikra sagna af fyrsta flokki annars vegar og hins vegar um persónuendingar veikra sagna af 2.-4. flokki, bera þessa tvo meginflokka saman, draga fram, hvað er mismunandi, og undirstrika þau atriði, sem sameiginleg eru. — Að lokinni umfjöllun um einstök beygingardæmi má loks finna yfirlit (bls. 112) yfir i-hljv. þau, er einkenna nt. et. sterkra sagna, en MP láist að takmarka þau við nútíðina. — Af framansögðu er ljóst, að MP tekst ekki að gera ljósa grein fyrir sagn- myndun í íslensku né notkun kennimynda, hvað þá að kennimyndir geti orðið lesanda sá lykill að sagnmyndun, sem þær ættu að vera. MP gerir ráð fyrir samsettum tíðum, væntanlega framtíð með munu og (lík- lega) nlt./þlt. með hafa og vera. Engin grein er gerð fyrir, hvað átt er við með hugtakinu hjálparsögn, enda margt á huldu um merkingu þess og notkun í bók MP. Hjálparsagnir eru taldar vera eiginlegar og „rnodal". Til eiginlegra hjálpar- sagna eru taldar vera, verða, hafa og munu, en „modal“ eru taldar skulu, geta, vilja, mega, fara og taka á bls. 85 (á bls. 95 er skulu þó sleppt). Eins og áður sagði er hvergi gerð nein grein fyrir, hvað átt er við með hugtakinu hjálparsögn — munu er þó sögð mynda framtíð og skildagatíðir, en hafa samsettar tíðir — né heldur er gerð grein fyrir mismuninum á eiginlegum og „modal“ hjálparsögnum. Hér vaknar því sú spurning, hvar sagnir eins og þurfa og œtla passa inn í kerfið eða hvers vegna mega sé hjálparsögn en ekki eiga. Fleiri atriði varðandi sagnbeyginguna mætti tína til, en hér verður aðeins rúm til að drepa á tvö til viðbótar. Á bls. 98 og víðar er ruglað saman hugtökunum ending og viðskeyti — veikar sagnir mynda tæpast þátíð með endingunum -ði, -di, -ti, -aði. Þá ber nokkuð á því víða í bók MP, að hagnýtt gildi einstakra atriða virðist ekki skipta miklu við efnisval. Mér þykir t. d. skjóta nokkuð skökku við, að fjallað er allítarlega um myndun og notkun boðháttar (bls. 114-116), meðan ekki gefst rúm til að sýna yfirlit yfir persónuendingar sagna. Sama er uppi á teningnum, er fjallað er um lengd sérhljóða. Það hefur lítið hagnýtt gildi — og á því ekki erindi í byrjendabók — að telja upp sem undantekningu frá lengdar- reglum orð eins og pukr (pukur), sötr (sötur) og snupr, þótt orð þessi séu fyrir margt athyglisverð. Sama gildir raunar um fleiri atriði varðandi lengd sérhljóða, sbr. hér að framan. 4. Þriðji kaflinn fjallar um setningafræði, og er þar komið að veikasta þætti bókar MP. Hvorttveggja er, að umfjöllun um einstök atriði er stuttaraleg og í mörgum tilvikum villandi og auk þess er margra undirstöðuatriða að engu getið. Það skal reyndar tekið fram, að í beygingarfræðikaflanum víkur MP oft að einstökum setn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.