Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 169
Ritdómar
167
Á bls. 147-212 er að finna 24 málfræðiæfingar, þ. e. lestrartexta og þýðingar,
og fylgir orðasafn hverri æfingu, sem er notanda til mikils hagræðis. Á bls. 213-226
er enn fremur að finna lestrartexta, úrval úr íslenskum dagblöðum og bókmennt-
um. Og loks er að finna lausnir æfinganna á bls. 226-234, sem ætlaðar eru þeim,
er nota bókina án leiðsagnar kennara. Allir textarnir eru á mjög eðlilegu máli,
þ. e. lausir við það að vera samanrekin dæmi um tiltekin málfræðiatriði, eins og
oft vill verða í kennslubókum. Eins og áður gat, er orðasafn aftan við hvern kafla
og auk þess heildarorðasafn aftast í bókinni, og er hvorttveggja vel úr garði gert.
Nafnorð eru flokkuð í undirflokka og númeruð og vísað til málfræðinnar. Svip-
aður háttur er hafður á við umfjöllun lýsingarorða og sagnorða. Undirritaður
saknar þess þó, að fallstjórn sagna er ekki ávallt tilgreind né heldur ýmis atriði,
er með réttu eiga heima í orðasafni, til dæmis hvers kyns undantekningar og
óregla, sem bundin er við einstök orð. í heild má segja, að málfræðiæfingar, textar
og orðasafn sé besti hluti bókar MP, en einmitt þessir þættir eru hvað vandmeð-
farnastir í kennslubókum.
6.
Hér verður látið staðar numið í umfjöllun um bók MP. Eins og vikið var að
í upphafi, er hætt við, að einkum hafi verið staldrað við þau atriði, er neikvæð
mega teljast, og er það vissulega miður, en þó verður látið svo standa. Það skal
þó undirstrikað, að margt er ágæta vel gert í þessari bók, og ef athugasemdir þessar
yrðu að einhverju leyti hafðar til hliðsjónar við endurskoðun bókarinnar, er til-
ganginum með þessum skrifum náð.
RITASKRÁ
Höskuldur Þráinsson. 1977. Ritdómur um Drög að almennri íslenskri hljóðfrœði
eftir Magnús Pétursson. Skírnir 151:215-221.
— . 1979. On Complementation in Icelandic. Garland Publishing, Inc., New York.
Jón Friðjónsson. 1980. Sambeyging með afturbeygðum sögnum. íslenskt mál
2:97-117.
Kristján Árnason. 1980. Ritdómur um Drög að hljóðkerfisfrœði eftir Magnús
Pétursson. íslenskt mál 2:229-239.
Stefán Einarsson. 1949. lcelandic. Grammar. Texts. Glossary. The John Hopkins
Press, Baltimore.
Jón Friðjónsson
Háskóla íslands,
Reykjavík