Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 178
176
Ritdómar
Höskuldur Þráinsson. 1979. On Complementation in Icelandic.
(Outstanding Dissertations in Linguistics 23.) Garland Publishing, Inc.,
New York. X + 507 bls.
0.
Bók sú sem hér um ræðir er doktorsritgerð Höskuldar Þráinssonar frá Málvís-
indadeild Harvardháskóla, varin 1979. Hún er hér gefin út óbreytt í sérstakri ritröð
sem helguð er úrvali doktorsritgerða í málvísindum sem varðar hafa verið við
bandaríska háskóla, aðallega á s. 1. 20 árum (í Bandaríkjunum eru doktorsritgerðir
annars ekki nærri alltaf gefnar út í bók). Það hljóta strax að teljast mikil meðmæli
með verkinu að það skuli gefið út í slíkri ritröð í Bandaríkjunum, þar sem ótvírætt
verður að telja að mestar hræringar hafi orðið í málvísindum á síðustu áratugum.
Enda er bókin mikil að vöxtum og gæðum.
í inngangi lýsir höfundur (héðan af skammstafaður HÞ) tilgangi rannsóknar
sinnar sem tvíþættum:
,,[0ne goal is] to find out some of the things that (a particular brand of) lingu-
istic theory [the „classical“ tranformational model] can tell us about Icelandic.
The other goal... is to find out what Ielandic can tell us about linguistic
theory" (bls. 2.).
Og í lokaniðurstöðum segir:
....in many if not most instances we have found the Icelandic facts to be
rather straightforwardly accounted for under „classical" transformational
theories, but incompatible with several recent theoretical revisions" (bls. 489).
1.
Viðfangefni HÞ í þessari ritgerð eru það sem kallast hafa í hefðbundnu tali fall-
setningar, skýringarsetningar (ad-setningar) og spurnarsetningar, og skyld fyrir-
brigði í íslensku, svo sem frumlagslausar setningar þar sem sögnin stendur í nafn-
hætti, og er meginmál bókarinnar umræða um það hversu greina megi þessi fyrir-
brigði með aðferðum ummyndanamálfræðinnar (eða málmyndunarfræðinnar —
transformational generative grammar).
Mig langar að bera fyrst niður í þriðja kafla bókarinnar, en þar fjallar um dreif-
ingu spurnarsetninga og od-setninga, þ. e. a. s. hvar notaðar séu spurnarsetningar
og hvar ad-setningar. Hér sýnir HÞ að þetta val fer efir býsna flóknum reglum.
Stundum virðist svo sem sögnin ráði valinu:
(l)a Hann spyr hvort lón sé farinn
b Hann harmar að Jón sé farinn
c *Hann spyr að Jón sé farinn
d *Hann harmar hvort Jón sé farinn
En fleiri hlutir spila inn í, t. a. m. neitun og háttarmerking, spurning og val á
frumlagi: