Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 179
Ritdómar
177
(2) a Ég veit að Sigga er komin
b *Ég veit hvort Sigga er komin
c Ég veit ekki hvort Sigga er komin
d ?Ég veit ekki að Sigga er komin
e Ég veit varla hvort Sigga er komin
f ?Ég veit varla að Sigga er komin
o. s. frv.
Þetta telur HÞ að sýni að það séu samvalstakmarkanir (selectional restrictions)
en ekki undirflokkun sagna í setningafræðilegar gerðir (strict subcategorization)
sem ráði dreifingu spurnarsetninga og ad-setninga. í rauninni virðist svo sem
merkingareiginleikar aukasetningarinnar og tengsl þeirra við umhverfið sé „metið“
í heild.
Grundvallarkenning HÞ er að fallsetningum beri að lýsa sem nafnliðum — þ. e.
að á máli ummyndunarmálfræðinnar séu þær „framleiddar" með stofnhlutareglu
sem segir Nl—>S („nafnliður getur komið fram sem setning", í enskri skammstöfun
NP —» S).1 Og til þess að hægt sé að láta þessa stofnhlutareglu vera sem einfaldasta
og hafa sem almennast gildi er hentugt skv. skoðun HÞ að setningar eins og t. a. m.
(l)c séu taldar setningafræðilega rétt skapaðar, en dæmdar merkingarlega ótækar.
Þetta kann að hljóma vel, og svo gæti virst sem ekki sé þörf frekari athugasemda
frá setningafræðilegu sjónarmiði. Það væri þó hægt að halda því fram, að með
því að ýta spurningunni um val á gerð aukasetningar út úr setningafræðinni, ef
svo má segja, og nota merkingarkerfið sem eins konar ruslakistu, sé horft framhjá
vandamálum sem tengjast setningafræðinni óumdeilanlega. Það er t. a. m. varla
tilviljun að ummyndanir eins og úrfelling nafnliðar (frumlagseyðing, Equi-NP
deletion) (sbr. nmgr. 1) og „frumlagslyfting" (héðan af skammstafað ACI (ac-
cusativus cum infinitivo)), sem um ræðir á öðrum stöðum í bókinni, ganga ekki á
spurnarsetningar:
(3) la Jón spurði Stefán hvort hann kæmi
b *Jón spurði Stefán að koma2
2a Jón spurði hvort Stefán hefði komið
b *Jón spurði Stefán hafa komið
sbr. hins vegar tengsl ad-setninga og setninga, þar sem frumlagsnafnliður hefur
verið felldur brott eða frumlagi „lyft“:
1 Við þetta bætist svo að í vissum tilvikum geta setningar sem þannig eru settar
inn í nafnyrðingabása (nafnliðarbása) orðið fyrir ummyndunum sem t. a. m. fella
niður baklægt frumlag í aukasetningunni í setningum eins og:
(i) a Siggi lofaði Stínu að koma
sbr. (i) b :
(i) b Siggi lofaði Stínu að hann kæmi.
2 Það er kannski ekki alveg ljóst hver útkoman ætti að verða ef beitt væri úr-
fellingu nafnliðar (frumlags) á setningu hliðstæða (3)la, en væntanlega ætti þá
einfaldlega að koma út nafnháttur með að — sbr. (4)lb.
Islenskt mál III 12