Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 180
178
Ritdómar
(4) la Jón sagði Stefáni að hann kæmi/skyldi koma
b Jón sagði Stefáni að koma
2a Jón sagði að Stefán hefði komið
b Jón sagði Stefán hafa komið
Síðar í umræðu sinni ýjar HÞ að því að ummyndanir eins og úrfelling nafnliðar
og ACI (sbr. bls. 321 og 432-4) hafi einhverja merkingu („structural meaning").
En úr því svo er, hefði e. t. v. mátt kanna í hverju slík merking sé fólgin um leið
og rætt er um val á aukasetningu. Raunar virðist óhjákvæmilegt að álykta sem svo
að það að „ummyndanir" eins og ACI hafi einhverja merkingu bendi til þess að
sambandið milli merkingar og setningafræðilegra forma sé flóknara en „klassísk"
ummyndanamálfræði gerir ráð fyrir, enda hafa margir ummyndanamálfræðingar
viðurkennt þetta og HÞ virðist hallast að þessu líka.
Annað atriði sem lýtur að vali á gerð fallsetningar og tengslum hennar við
aðalsetninguna og sem e. t. v. hefði mátt minnast á er það að þegar spurnarorð
(fornafn eða atviksorð) er notað fyrir lið í aukasetningunni, þ. e. lið sem spurt er
um, þá er ekki þörf fyrir neina tengingu, og segja má að viðeigandi spurnarorð sé
notað sem spurnartenging:
(5) a Jón spurði hver hefði komið
b Jón spurði hvern María hefði lamið
c Jón vissi ekki hvar Stína var
Það virðist benda til þess að hver í setningum eins og (5) hafi á vissan hátt tvíræða
stöðu sem eins konar tenging (enda þótt það taki fallbeygingu), að það sem Joan
Maling (1980) kallar „stylistic inversion" getur átt sér stað:
(6) Jón spurði hver komið hefði
En þessi umsnúningur er einkenni á aukasetningum þar sem ekki er neitt frumlag,
og gæti það bent til þess að spurnarfornafnið hver sé ekki fullgilt frumlag í ein-
hverjum skilningi.
Ég er ekki frá því að skýrari mynd hefði getað fengist af þeim vandamálum
sem við er að glíma í sambandi við fallsetningar í íslensku ef byrjað hefði verið
á því að gera úttekt á þeim hlutum sem nú voru nefndir og síðar vikið að nánari
úrvinnslu á einstökum dæmum heldur en sú sem út kemur eftir lestur bókarinnar
með þeirri efnisskipun sem HÞ hefur valið henni. En hér er eflaust svo margt
sinnið sem skinnið.
2.
Tveir fyrstu kaflar bókarinnar eru helgaðir umræðu um það hvort fallsetningar
skuli greinast sem nafnliðir, og eins og þegar hefur komið fram, svarar HÞ þeirri
spurningu játandi. Umræðunni er skipt í tvo þætti, annars vegar um stofnhluta-
gerð (1. kafli: „Phrase Structure Evidence“) og hins vegar um vitnisburð um-
myndana (2. kafli: „Transformational Evidence").
Grundvallarrökin sem HÞ byggir á stofnhlutagerð eru á þessa leið: Áhrifssagnir
eins og segja t. d. taka með sér nafnlið sem andlag. Þetta má tákna með [—NP]