Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 182
180
Ritdómar
þar sem á yfirborðinu gæti virst svo sem a<í-setning standi í forsetningarlið, sem
er dæmigerð staða fyrir fallorð. E. t. v. mætti líka minna á það að í vissum til-
vikum er eins og a<?-setningar séu notaðar sem eins konar viðurlög með nafnliðum:
(9) a Sú bölvun, að vaskurinn var stíflaður, eyðilagði sumarfríið okkar
b Aætlunin, að byggja skyldi brú þvert yfir dalinn, olli mikilli
óánægju meðal íbúanna
Raunar eru þessi sambönd að vissu leyti lík samböndum sem HÞ fjallar um á
öðrum stað og kallar að hafi það sem sé „base generated":
(10) Það, að Jón skuli hafa kysst Maríu, er merkilegt
Að þessu verður vikið nánar síðar.
Eins og áður getur, fjallar 2. kafli um vitnisburð ummyndana um það hvort
fallsetningar hegði sér eins og nafnliðir. Hér er um að ræða ítarlega athugun á
ýmsum ummyndunum, sem aðallega færa til liði í setningum, og röksemdafærslan
byggir á þeirri hugmynd að ef tiltekin ummyndun orki á dæmigerða nafnliði og
ef hún orki einnig á fallsetningar, þá bendi það til þess að rétt sé að greina um-
ræddar setningar sem nafnliði.
Meðal þeirra ummyndana sem mest ræðir um í þessum kafla eru þrjár um-
myndanir (eða setningagerðir) sem kallast á ensku Topicalization, Left Dis-
location og Contrastive Dislocation (Top, LD og CD) og hafa víst verið
nefndar kjarnafærsla, vinstri sveifla og andstæðusveifla á íslensku. HÞ
vill gera greinarmun á þessum þremur aðgerðum, sem allar hafa það sameiginlegt
að liður í setningu er eins og tekinn út úr og settur fremst í setninguna. Dæmi um
setningar þar sem gert er ráð fyrir að þessum ummyndunum hafi verið beitt eru
eftirfarandi:
(11) Top: Marga hluti veit Ólafur
LD: Friðrik, hann er langbestur
Upphæðin, þeir ákváðu hana
CD: Gulan, það telur Jón bílinn vera
(sbr. bls. 60-62)
Það yrði of langt mál að rekja hér þær röksemdir sem HÞ tínir til um réttmæti
þess að tala um þessar þrjár gerðir ummyndana eða setningagerða í þessu sam-
bandi, en þar er margt fróðlegt og virðist efni í sérstaka rannsókn. Það sem skiptir
mestu máli hér er athugun HÞ á því hvernig fallsetningar hegða sér í samböndum
sem þessum.
HÞ sýnir fram á að þessar þrjár gerðir sambanda eru misvandfýsnar á það hvers
konar liður getur staðið í „brennidepli“ (focus-position) í viðkomandi ummynd-
unum, þ.e. hvaða lið hægt er að flytja til. Vandfýsnust virðist vera LD. Að frá-
töldum einhverjum forsetningarliðum eru nafnliðir það eina sem færa má til á
þann hátt sem einkennir LD. HÞ telur það því stuðning við greiningu á a<J-setn-
ingum sem nafnliðum að hægt virðist að flytja þær til á þennan hátt. Eftirfarandi
dæmi sýna að hægt er að „flytja" andlagsnafnorð og fallsetningu sem er andlag,
en ekki lýsingarorð sem stendur sem sagnfylling: