Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 183
Ritdómar
181
(12) a Hesturinn, Stebbi seldi hann
b Að Stína komi, Jón vonar það
c *Gulur, bíllinn er áreiðanlega það
Það virðist augljóst að dæmi eins og (12) b benda til þess að fl<?-setningar geti
staðið í dæmigerðu nafnliðar-umhverfi, eins og raunar virðist þegar ljóst, en skoð-
un HÞ virðist vera að það styðji enn frekar hugmyndina að greina skýringar-
setningar sem nafnlið að „ummyndun" eins og LD „sjái“ eða líti á setninguna sem
nafnlið og flytji hana sem slíkan, — þ. e. vegna þess að reglan flytur nafnliði og
yfirleitt ekkert annað, bendir það að hún skuli flytja aó-setningar til þess að þær
séu nafnliðir.
Þessi röksemdafærsla er að sjálfsögðu algjörlega háð því að LD sé í rauninni
ummyndun, aðgerð sem „flytur" til nafnliði eða skilgreinir takmarkanir á rétt
mynduðum yfirborðsgerðum samsvarandi djúpgerðum. Þannig yrði gert ráð fyrir
því að (12)b væri „leidd“ af djúpgerð sem einnig samsvaraði (13):
(13) Jón vonar að Stína komi
En þetta er ekki algjörlega ótvírætt, eins og HÞ viðurkennir (bls. 61). Ef (12) b
er ekki „leidd af“ (13), bætir vitnisburður þessara setninga engu við stuðning við
það að <7<J-setningar séu nafnliðir umfram það sem áður var haldið fram á grund-
velli stofnhlutagerðar. Hér er einungis enn eitt dæmi um það að hægt er að hafa
umskipti á venjulegum nafnlið og a<?-setningu — þ. e. stofnhlutarök sama eðlis
og í 1. kafla, eins og HÞ segir reyndar sjálfur (bls. 58).
HÞ nefnir þolmyndar-„ummyndun“ sem hefðbundið próf sem sýni hvort um
sé að ræða nafnlið eða ekki (bls. 90-91). Þannig eiga setningar eins og:
(14) a Að jörðin er hnöttótt er vitað
b Að María skyldi heimsækja Ólaf var ákveðið
sem samkvæmt hefðbundinni kenningu ummyndanamálfræðinga eru leiddar af
formum sem einnig Iiggja að baki (15)a og b að styðja greiningu á umræddum
<7<?-setningum sem nafnliðum:
(15)a í ®"r ve*1 [ að jörðin er hnöttótt
( Menn vita )
b í E r ®'iva^5 l að María skyldi heimsækja Ólaf
l Menn ákváðu )
Ef það getur talist öruggt að til sé þolmyndarummyndun í íslensku sem „flytur“
nafnliði, virðist að sjálfsögðu að þessi dæmi styðji það sem HÞ telur að þau styðji.
En í seinni tíð hafa margir orðið til þess að efast um að til sé nokkur þolmyndar-
ummyndun a. m. k. í ensku (sbr. t. a. m. Bresnan 1980). Hér gefst þess að sjálf-
sögðu ekki kostur að ræða öll mál sem þessu tengjast af nokkru viti, en meðan
ekki er ótvírætt að í afleiðslu á setningum eins og (14) sé beitt einhverri annarri
„aðgerð“ en venjulegri stofnhlutareglu sem segir að setning af tiltekinni gerð geti
staðið í bás sem einkennir fallorð, er litlu bætt við hið hefðbundna innsæi. Rökin
eru þá aftur sama eðlis og í 1. kafla en ekki sérstök ummyndanarök.