Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 184
182
Ritdómar
Önnur gerð reglna sem HÞ nefnir í þessu sambandi eru það sem hann kallar
„matching rules“, þ. e. reglur sem virðast ganga út frá því að stofnhlutar séu jafn-
gildir (..rules that require pairs of constituents of the same category to operate
properly" (bls. 92)). Svo framarlega sem hægt er að sýna fram á að setningar
eins og:
(16) a Þeir töluðu um [veðrið] og [að þessi vetur
væri óvenjulega harður] (bls. 95)
b Jón gleymdi [stefnumótinu] og ég — [að
tala við kennarann] (bls. 98)
séu leiddar út með ummyndunum, virðist svo sem nafnliðareðli aA-setninganna
komi við sögu í ummyndunum. En það er rétt að minna á að í þessum dæmum
eru setningarnar ekki í „brennidepli“ (focus position), þ. e. þær eru væntanlega
ekki í þeim hluta ummyndananna sem skilgreina breytingu (structural change),
heldur einungis í „umhverfinu" (structural description). Það er e. t. v. ástæða til að
athuga hvaða áhrif það hefur á gildi dæmanna í vitnisburði um eðli ad-setninga.
í dæmum eins og:
(17) Stebbi vonar — en Stína óttast [að vínbúðin sé opin]
virðist svo sem að-setningar séu í „brennidepli" þar sem andlagið með vonar er
fellt niður eða því frestað þar sem það er hið sama og andlagið með óttast (sjá
svipuð dæmi hjá HÞ í 6.2.1.1). Hér er skilyrðið einfaldlega að liðurinn sem
felldur er niður sé eins og eitthvað sem eftir stendur, og þetta er engan veginn
bundið við nafnliði. í setningu eins og:
(18) Stína las latínu — en Jói gróf skurð í allan vetur
er felldur niður forsetningarliður sem á sér tvíbura aftar í setningunni.
Þegar á heildina er litið virðist mér eins og HÞ geri heldur mikið úr gildi eða
sérstöðu „transformational evidence", enda þótt ég hljóti að vera sammála megin-
niðurstöðu 2. kafla að réttlætanlegt sé að líta á fallsetningar a. m. k. frá ein-
hverjum sjónarhornum svo sem þær séu hengdar á nafnliðarkvisti í stofnhlutatrjám.
3.
Fjórði kafli bókarinnar fjallar um samband setningapara eins og:
(19)a Að Jón hafi barið Maríu er líklegt
b Það er líklegt að Jón hafi barið Maríu
HÞ hallast að því að samband setninga eins og þessara beri að skilgreina með
ummyndun sem kölluð hefur verið „Extraposition“ á ensku (eða fráfærsla á ís-
lensku), þ. e. þeim beri að lýsa eins og í setningu (19)b hafi frumlagssetningin verið
flutt út úr frumlagsstæðinu og í staðinn sett gervifrumlag (,,dummy-/>ad“). Hann
hafnar tveimur öðrum tilgátum um greiningu á þessum dæmum, kenningu sem
nefnd hefur verið „satellite hypothesis" (Koster 1978) og tillögu um að líta svo á
að í (19)a hafi frumlagssetningunni verið skotið inn á frumlagsbásinn með um-
myndun, en að djúpgerðarform minni meira á (19)b.