Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 186
184
Ritdómar
að forðast beri að fjölga fyrirbrigðunum meir en nauðsynlegt er. Samkvæmt
greiningu HÞ virðast líkindin með setningu sem hefur að geyma baklægt þaö
í frumlagsstað og setningu sem hefur að geyma gervifrumlag vera tilviljun.
Líkt og um frumlagssetningarnar gerir HÞ ráð fyrir að andlagssetningar geti
verið tvenns konar, annars vegar setningar þar sem S eitt er hengt á N1 kvist:
fNJSl og hins vegar þar sem þaO er sett við hliðina á S í djúpgerðinni: [NJþað Sj.
Þegar um er að ræða andlagssetningar af fyrri gerðinni, kemur ekkert það fram
á yfirborðinu, þar sem „gervifrumlagið“ stendur einungis fremst í setningu, og
þar af leiðandi hlýtur setning eins og:
(24) Ég óska þess að þú biðjir Stínu afsökunar
að hafa að geyma „baklægt" þaÖ.
HÞ bendir á að sagnir hegða sér misjafnlega með tilliti til þess hvora gerðina
af andlagssetningum þær taka. Sumum sögnum er eðlilegt að taka setningu með
baklægu þaö sem andlag, en aðrar vilja heldur berar setningar:
(25) a Ég tel að Jón hafi barið Maríu
b ?Ég tel það að Jón hafi barið Maríu
(26) a Ég efa það að Jón hafi barið Maríu
b ?Ég efa að Jón hafi barið Maríu
Það virðist engan veginn ljóst hvaða reglur gilda um þetta. HÞ ræðir t. d. og hafnar
tilgátu sem sett var fram af Kiparsky og Kiparsky (1970) í þá veru að það sem
HÞ kallar „base generated þaö“, eða réttara sagt samsvörun þess í ensku, sé eins
konar fornafn fyrir (baklægt?) nafnorð sem merkir „sú staðreynd" eða eitthvað
í áttina við það. í mörgum tilvikum virðist ekki duga að nota merkingarlegar
skýringar eins og þessa. Hegðun sagnanna vilja og óska er athyglisverð í þessu
sambandi, því eins og HÞ bendir á hefur óska sterkari tilhneigingu til þess að taka
með sér aukasetningu með þaÖ en vilja:
HÞ stingur upp á því að þetta hafi e. t. v. eitthvað með fallatáknun á yfirborði
að gera. Sögnin óska tekur eignarfallsandlag, sem er frekar óvenjulegt, en þetta
kemur ekki fram á yfirborðið ef setningin ber kemur beint á eftir sögninni. Annað
atriði sem virðist benda til þess að notkun þaö með andlagssetningum lúti form-
legum lögmálum fremur en merkingarlegum er það að setningar sem eru rangar
vegna þess að a<?-setningarnar slíta þær í sundur á „ólöglegan" hátt geta orðið
fullgóðar við það að skjóta inn það:
(28)a *Jón telur að María skuli halda við Harald
alveg hörmulegt
b Jón telur það að María skuli halda við
Harald alveg hörmulegt
Hér er engu líkara en hlutverk fornafnsins það sé fyrst og fremst að láta grund-