Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Síða 192
190
Ritdómar
sú að gera ráð fyrir því að foreldrana fara heim sé samstæður stofnhluti bæði í
djúpgerð og yfirborðsgerð. Þetta er leið sem Chomsky (1973) stingur upp á og
hefur verið kölluð á ensku ‘„tenseless S“ analysis’.
HÞ nefnir tvö atriði sem virðast geta skorið úr því hvor leiðin sé heppilegri.
Annars vegar vill hann prófa hvort sambönd eins og foreldrana fara heim hegði
sér eins og sjálfstæður stofnhluti, t. a. m. með tilliti til ummyndana, og hins vegar
vill hann prófa hvort eitthvað bendi til þess að einhvers konar setningafræðileg
mörk séu í setningum eins og (35). Ef sýnast vera einhver mörk milli álita og for-
eldrana, telur HÞ að það styðji frekar greiningu sem gengur út frá „tíðlausri
setningu", en hins vegar ef slík mörk sjást á milli foreldrana og fara telur hann
að það mæli frekar með því að tala um „frumlagslyftingu“.
Auk þess að beita setningafræðilegum rökum lýsir HÞ sálmálfræðilegum til-
raunum sem hann gerði, og öll rökin virðast mæla með hinni hefðbundnu grein-
ingu, þ. e. að um sé að ræða „frumlagslyftingu“, en gegn því að hægt sé að nota
hugmyndina um „tíðlausa setningu".
Sem dæmi um röksemd sem bendir til þess að setningafræðileg mörk séu á milli
yfirborðsandlagsins og nafnháttarins frekar en fyrir framan andlagið (á eftir sögn-
inni í aðalsetningunni) er hegðun atviksliðarins í barnaskap mítium/s'mum/þínum.
Þetta samband virðist ekki geta vísað til nafnliðar yfir setningamörk:
(44) Jón telur að ég hafi í barnaskap ] * . [ étið hákarlinn (bls. 390)
i sinum í
Hér gengur ekki að hafa afturbeygða fornafnið, eins og ef barnaskapurinn væri
Jóns, heldur verður barnaskapurinn að vera eignaður frumlagi aukasetningar-
innar (ég). í setningu eins og:
(45) Jón telur mig í barnaskap sínum hafa étið hákarlinn
er hins vegar hægt að láta sínum vísa til frumlags aðalsetningarinnar þrátt fyrir
það að hið „baklæga" frumlag aukasetningarinnar, sem orðið er yfirborðsandiag,
standi á milli. Þetta telur HÞ að bendi til þess að ekki séu setningamörk á milli
telur og mig. Sé hins vegar atviksliðurinn færður enn aftar í setninguna, aftur
fyrir hjálparsögnina hafa, getur fornafnið ekki vísað til frumlags aðalsetningar-
innar:
(46) Jón telur mig hafa í barnaskap
étið hákarlinn
Samkvæmt „frumlagslyftingargreiningunni“ yrðu einhvers konar mörk á milli
mig og hafa, og þau má nota til að útskýra hvers vegna fornafnið í atviksliðnum
getur ekki vísað upp til frumlagsins í aðalsetningunni. Þessi röksemdafærsla er
að mínu mati mjög sannfærandi.
Hin sálmálfræðilegu rök sem HÞ ber fram byggjast á tilraunum sem hann
gerði á íslenskum málhöfum, þar sem þeir voru prófaðir í því hvernig þeim gengi
að átta sig á því hvar í setningum hljóðmerki var sett inn, sem rauf yrðingar-
strauminn. í slíkum tilraunum sem gerðar hafa verið á enskumælandi mönnum
hefur niðurstaðan orðið sú að menn hafa átt auðveldara með að greina rétt hljóð-
merki sem sett eru á setningamörkum í samsettum setningum en merki sem ekki