Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 193
Ritdómar
191
eru á slíkum liðamótum, og niðurstöður tilraunar HÞ benda til hins sama hvað
varðar venjulegar aií-setningar í íslensku. Niðurstöðurnar úr þessari tilraun virð-
ast að öðru leyti sýna að málhafarnir hafi átt auðveldara með að staðsetja hljóð-
merkin í ACI-setningum ef þau komu á eftir þolfallsnafnliðnum í setningum
eins og:
(47) Mennirnir í lögreglubílnum töldu Guðrúnu hafa hlaupið
burt frá húsinu (bls. 492-3)
heldur en ef það kom á undan honum. Þótt e. t. v. sé ekki auðvelt að túlka þessar
niðurstöður ótvírætt, virðist svo sem þær mæli gegn því að setningamörk séu ein-
ungis á undan þolfallsnafnliðnum, eins og væri skv. greiningu Chomskys, en með
því að mörkin séu á eftir honum, en skv. „frumlagslyftingartilgátunni" væru
þarna mörk á yfirborðinu (enda þótt „djúpgerðarmörkin" séu fyrir framan).
6. kafla lýkur á umræðu um setningar eins og:
(48) Jón virðist hafa farið heim (bls. 409)
í ummyndanamálfræði hafa samsvarandi enskar setningar stundum verið greind-
ar þannig að nafnliðurinn sem samsvarar Jón sé einungis yfirborðsfrumlag, en
hið baklæga frumlag sé setning sem hefur að geyma yrðinguna Jón hefur farið
heim. Sú ummyndun sem að baki þessu á að liggja hefur verið kölluð á ensku
„subject-to-subject raising“. HÞ bendir á að sambönd af þessu tagi séu algengari
í ensku en íslensku. T. a. m. er sagt á ensku:
(49) John is likely to have left
en síður á íslensku:
(50) Jón er líklegur að hafa farið
Þær sagnir íslenskar sem helst koma til greina í þessu sambandi eru reynast og
virðast, og að vissu leyti sýnast. Það sem HÞ telur m. a. að styðji það að rétt sé
að gera ráð fyrir því að í setningum eins og (48) sé frumlag flutt úr baklægri
(frumlags)setningu og gert að yfirborðsfrumlagi er að próf sem áður voru talin
benda til þess að til væri „frumlagslyfting" sem „framleiddi“ ACI-setningar („typi-
cal raising arguments") (bls. 410) gefa hér svipaða niðurstöðu og fyrir ACI-setn-
ingar. En hér er sá galli á, að ekki (eða varla) eru til setningar þar sem sögnin
virðast tekur setningarfrumlag:
(51) a *Að Jón hafi farið heim virðist
b ??Það virðist að Jón hafi farið heim (bls. 410)
Hins vegar er nær því að sagnir eins og er líklegt, er sennilegt/ósennilegt taki
setningafrumlag:
(52) a Að Jón hafi farið er sennilegt
b Að Jón hafi farið er líklegt
c Að Jón hafi farið er ósennilegt
En þá vill svo til að samsvarandi þessum setningum eru ekki til sambönd sam-
svarandi (48):