Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 195
Ritdómar 193
sem íslenska, en það má vel spyrja hvort ástæða sé til þess að kanna hvort „subject-
to-subject raising" sé ekki eins á ferðinni hér eins og í:
(48) Jón virðist hafa farið heim
ef hin merkingarlegu rök eiga að gilda. Annað dæmi svipaðs eðlis er:
(57) Bjórinn má ekki verða of sterkur
þar sem hægt væri að greina merkinguna þannig að hún samsvari einhverju í lík-
ingu við:
(58) a Að bjórinn verði of sterkur má ekki (gerast)
b Það má ekki, að bjórinn verði of sterkur
Þótt e. t. v. megi segja að þessi dæmi séu á einhvern hátt langsóttari, virðist svo
sem þessi greining á merkingunni gæti leitt til svipaðra vangaveltna um „subject-
to-subject raising" og HÞ viðhefur í sambandi við setningu (48).
5.
Lokaþáttur bókarinnar fjallar um ópersónulegar setningar, annars vegar setn-
ingar eins og:
(59) Mig vantar skó (bls. 462)
þar sem „frumlagið" stendur í aukafalli, og hins vegar setningar eins og:
(60) Það eru mýs í baðkerinu (bls. 477)
Um fyrrnefndu setningarnar sýnir HÞ fram á að liðir eins og mig í (59) hafa,
þrátt fyrir það að þeir standa í aukaföllum, en ekki nefnifalli eins og frumlögum
er „eðlilegt“, vissa eiginleika sem frumlög hafa. T. a. m. er eðlilegt að flytja lið af
þessu tagi upp í aðalsetningu úr aukasetningu:
(61) Jón taldi mig í barnaskap sínum vanta skó (bls. 467-8)
Hliðstætt dæmi gæti verið:
(62) Sjúklingurinn taldi verkjanna gæta helst á morgnana
Sbr.:
(63) Sjúklingurinn taldi að verkjann gætti helst á morgnana.
Hið sama gildir um þolmyndarsetningar þar sem yfirborðs„frumlagið“ stendur í
þágufalli eða eignarfalli (vegna þess að í samsvarandi germyndarsetningu tekur
sögnin þágufalls- eða eignarfallsandlag):
(64) Ég taldi Haraldi hafa verið gefnir hestarnir (sbr. bls. 468)
Niðurstaðan er sem sé sú í sambandi við þessar setningar, að „aukafallsliðir"
eins og mig í (59) og hliðstæðir liðir í þolmyndarsetningum eins og:
(65) Haraldi voru gefnir hestar
hafi eitthvert frumlagseðli, enda þótt þeir standi ekki í nefnifalli, og mætti þá e. t. v.
kalla þá „aukafallsfrumlög", a. m. k. í nútímamáli. (HÞ ýjar að því (bls. 475) að á
eldra stigi sé hugsanlegt að þeir hafi ekki haft þetta frumlagseðli í jafnríkum mæli.)
fslenskt mál III 13