Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Blaðsíða 51
Orðmðuögnin er það ekki
49
tektarvert. Hugsanlega hefur önnur virknin þróast úr hinni og er því
seinna til komin í málinu. Svennevig (2007, 2008) heldur því fram að ikke
sant í norsku í stöðu sjálfstæðrar lotu sé nýjung. Hann lætur að því liggja
hér sé um að ræða þróun úr halanum ikke sant, nánar tiltekið frá segðum
þar sem mælandi endurtekur fyrri segð viðmælanda síns og skeytir svo
aftan við halanum halann ikke sant. Með áhrifsbreytingu hafi halinn síðan
þróast út í að vera hengdur á svarorðin ja og nei. I því sambandi bendir
hann á að orðasambandið eller hur í sænsku hafi á síðustu árum þróast
svipað.
Ekkert er hægt að fullyrða um hvort eitthvað sambærilegt hafi átt sér
stað í íslensku og önnur virkni erþað ekki hafi þróast úr hinni því gögn eru
ekki fyrir hendi til að sannreyna það. Tengsl halans erþað ekki við sömu
orðræðuögn sem þriðja lið í spurnarrunum ættu þó að vera ljós. I báðum
tilvikum hefur mælandi ákveðnar væntingar um jákvæðar undirtektir og
að þær staðfesti hugmyndir hans eða vitneskju. Þeirri staðfestingu kallar
mælandi sérstaklega eftir með erþað ekki ef vitneskjunni eða skoðunum er
komið á framfæri sem fullyrðingu (hali). Hann kvittar hins vegar fyrir
staðfestingunni með sömu orðum hafi hann kosið að láta ekki skoðanir
sínar beint í ljós heldur færa þær í spurnarbúning til að gefa viðmælanda
færi á að andmæla (sjálfstæð lota).
Að þessu gefnu, og í samræmi við þróun sambærilegrar agnar í norsku,
mætti hugsanlega halda fram að virkni erþað ekki sem viðbragð sé afleitt af
er það ekki sem hala og notkun þess í spurnarrunum sé fyrsta stig þeirrar
þróunar en notkunin í skoðunarrunum sem svo voru kallaðar séu svo
annað stigið. Trauðla verður þó farið lengra með þessa hugmyndir því ekki
virðist unnt að færa fyrir þeim önnur rök þar eð gögn skortir eins og fyrr
sagði.
HEIMILDIR
Aijmer, Karin. 2002. English Discourse Partides. John Benjamins, Amsterdam.
Andersen, Gisle. 2000. Pragmaric Markers and Sociolinguistic Variation. A Relevance-
Theoretic Approach to the Language of Adolescents. John Benjamins, Amsterdam.
Bublitz, Wolfram. 1988. Supportive Fellow-Speakers and Cooperative Conversations. John
Benjamins, Amsterdam.
Coates, Jennifer. 1996. Women Talk. Conversation between Women Friends. Blackwell,
Oxford.
Couper-Kuhlen, Elizabeth, og Margret Selting. 2001. Introducing Interactional Linguis-
tics. Margret Selting og Elizabeth Couper-Kuhlen (ritstj.): Studies in Interactional
Linguistics, bls. 1—22. John Benjamins, Amsterdam.