Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Blaðsíða 61
Stuðlun með s
59
í lausamálstextum sem hefjast á fyrrnefndum klösum, sl-, sm- og sn-. Til
að skoða 5-stuðlunina í kveðskapnum verður leitað í gagnasafn það sem
tekið var saman í tengslum við doktorsrannsókn Ragnars Inga Aðalsteins-
sonar (Ragnar Ingi Aðalsteinsson 2010). Þá verður til samanburðar litið á
texta tveggja íslendingasagna, Njáls sögu og Hrafnkels sögu, skoðuð verður
biblíuþýðing Odds Gottskálkssonar, Vídalínspostilla, textar Jóns Thor-
oddsens (Piltur og stúlka og Maður og kona), litið verður í Islenska orð-
tíðnibók (1991) sem byggist á textum frá 1980—1989 og loks verða skoðaðar
smásögur eftir núlifandi rithöfund, ritaðar eftir aldamótin 2000 og gefn-
ar út 2010. Rannsóknarspurningin er í tvennu lagi og hljóðar þannig:
• Hefur r-stuðlun með klösunum sl-, sm- og sn-, eftir að sú stuðlun var
tekin upp aftur á 18. öld, haldist í óbreyttu hlutfalli miðað við sams
konar stuðlun fyrir 1400? Helst þetta sama hlutfall framstöðuklasanna
þegar skoðaðir eru lausamálstextar frá ýmsum tímum Islandssögunnar?
ó-stuðlun er í gildi fram á 14. öld en hverfur þá úr kveðskapnum. Talið
hefur verið að því valdi sníkjuhljóðið sem fýrr var nefnt. S-stuðlun kemur
svo upp aftur á 18. öld, er viðvarandi á 19. og fram á 20. öld en virðist nú
vera horfin. Hvað olli því að 5-stuðlun var tekin upp að nýju og hvers vegna
hvarf hún aftur? Sett hefur verið fram sú hugmynd að skáldin hafi viljað
líkja eftir fornskáldunum. Þau hafi tekið upp þessa stuðlunarvenju af því
að hún var í gildi til forna en horft fram hjá því, eða ekki gert sér grein
fyrir því, að breytingunni olli breyttur framburður framstöðuklasanna sem
um ræðir (Ragnar Ingi Aðalsteinsson 2010:171). Hér gæti þó sitthvað
annað hafa gerst. Hugsanlega hefur orðið þarna hljóðbreyting, sníkju-
hljóðið veiklast eða fallið brott í framburði einhverra einhvers staðar og
þess vegna hafi stuðlun með þessum klösum orðið möguleg. Þessi skýring
er þó ekki sennileg þótt erfitt sé að fullyrða neitt þar um. Gera má ráð fýrir
að hafi það verið hljóðbreyting sem olli þessu hefði þeirrar breytingar
orðið vart, til dæmis í stafsetningu, og um hana verið rætt á einhverjum
vettvangi. Á 18. öld, þegar tók að bera á því að hv- í framstöðu breyttist í
framburði sumra Norðlendinga í kv-, varð um það umræða og menn höfðu
á því skoðanir (sjá m.a. Gunnar Karlsson 1965:22—23 og Eystein
Sigurðsson 1986:9). Hvergi hefur orðið vart við umræðu um veiklun eða
brottfall á sníkjuhljóðinu sem gæti hafa gert þessa stuðlun ásættanlega.
Onnur skýring er sú að breyting hafi orðið á tíðni þeirra framstöðuklasa
sem þarna skipta máli. Til að skoða þá tilgátu verða niðurstöður úr rann-
sókn Ragnars Inga Aðalsteinssonar (2010), þar sem öll dæmin eru fengin
ur kveðskap, bornar saman við tíðni viðkomandi klasa í lausamálstextum.