Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Blaðsíða 189
Ritdómar
Hanna Óladóttir. 2009. Shake, sjeik eller mjólkurhristingur? Islandske holdn-
inger til engelsk sprákpávirkning. Moderne importord i spráka i Norden 11.
Novus, Ósló. 149 bls.
1. Inngangur
Á undanförnum árum hefur verið gefin út athyglisverð ritröð, Moderne import-
ord i spráka i Norden, en hún er afrakstur verkefnis þar sem aðkomuorð í nor-
rænum málum eru til athugunar.1 í nokkrum ritanna er fjallað um íslensku, þ. á m.
í riti Hönnu Óladóttur sem hér er til umræðu. Auk íslensku voru erlend máláhrif
í færeysku, norsku, dönsku, sænsku, finnlandssænsku og finnsku rannsökuð
(Kristiansen og Sandpy 2010:1).
Rannsóknarverkefnið skiptist í fimm aðalhluta (sjá t.d. Sandpy 2002, Hönnu
Óladóttur 2005:11—12, Kristiansen og Sandpy 2010:5—6):
(i)a. Fjöldi aðkomuorða í dagblaðatextum frá tveimur árum, 1975 og 2000.
b. Aðlögun aðkomuorða.
i. Ritmál: gögn úr a-hluta notuð.
ii. Talmál: spurningalisti lagður fyrir 40 málhafa í hverju málsamfélagi.
c. Nýyrði notuð í stað aðkomuorða í ritmáli. Gögn úr a-hluta einkum notuð.
d. Opinber málstefna: skýrslur unnar af málnefndum í hverju landi.
e. Viðhorf til aðkomuorða, nýyrða og erlendra máláhrifa.
i. Megindleg rannsókn: skoðanakönnun lögð fyrir 500-1000 manns í
hverju málsamfélagi. Á íslandi var gerð símakönnun í samstarfi við Gallup.
ii. Eigindleg rannsókn: viðtöl tekin við 24-48 málnotendur í hverju mál-
samfélagi.
iii. Grímupróf (e. matchedguise test) lagt fyrir um 600 manns í hverju mál-
samfélagi.
Fyrir öll tungumálin voru gerðar rannsóknir sem lutu að hverjum hluta fyrir sig.
Rit Hönnu er það þriðja í röðinni um eigindlegar rannsóknir, sbr. (ie-ii); áður
hefur verið ritað um sambærilegar rannsóknir í sænsku (Nyström Höög 2005) og
dönsku (Thpgersen 2007). Stjórnandi verkefnisins var Helge Sandpy en þátttak-
1 Hugtakið aðkomuorð notar Hanna Óladóttir (2005, 2009) sem yfirheiti fyrir töku-
orð og slettur.
íslenskt mál33 (2011), 187-198. © 2011 íslenska málfr&ðifélagið, Reykjavík.