Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Blaðsíða 26
24
Þóra Björk Hjartardóttir
vegar að kanna virkni tiltekinna máleininga, þ.e. hvaða samskiptalega „merk-
ingu“ þær hafa, og áhrif þeirra á gang samtalsins (sjá t.d. Couper-Kuhlen
og Selting 200i:3).6
Þessi síðarnefnda nálgun á augljóslega við þá rannsókn sem hér er
greint frá á orðræðuögninni erþað ekki, en eins og fram kom í 1. kafla hafa
orðræðuagnir enga eiginlega merkingu heldur er hlutverk þeirra alfarið
samskiptalegt. Þær hafa umbreyst með kerfísgervingu (e. grammaticaliza-
tion) úr inntaksorðum, í þessu tilviki úr sambandi þriggja orða, í eina orð-
ræðuögn, en svo er það ferli nefnt þegar orð missa upprunalega merkingu
sína og fá formlegt hlutverk. Rof verður á merkingarvísun í vissu sam-
hengi og orðið er endurtúlkað þannig að hlutverk þess verður að sýna
málfræðileg vensl eingöngu. Við slíka umbreytingu veiklast einnig hljóð
orðsins og framburðarmyndin breytist.7 Hér er að vísu ekki um að ræða
málfræðileg vensl heldur orðræðuleg þar sem inntaksorð umbreytast í orð-
ræðustýrandi merki, en ferlið er áþekkt: Merkingin dofnar og einstök
hljóð veiklast einnig.8 Reyndar er sá munur á að orð sem umbreytast í
orðræðuagnir verða yfirleitt mjög hreyfanleg, fá frjálsa stöðu, en staða orða
sem verða að kerfisorðum þrengist og binst yfirleitt tiltekinni setningar-
legri stöðu (sbr. Hopper og Traugott 1993; Aijmer 2002).9
6 Með máleiningum er fyrst og fremst átt við stök orð eða orðasambönd en einnig
ýmis konar agnir, hik og þagnir og í raun allt sem frá mælanda kemur.
7 Veiklun hljóða í orðræðuögninni er þad ekki birtist í því að orðaskilin upphefjast og
samruni hljóða á sér stað og einnig færist áherslan til á annað atkvæði; framburðarmyndin
verður [e'Gahci]. Álitamál er hvort ganga eigi alla leið og rita sem eitt orð, eþakki, til að undir-
strika að um orðræðuögn er að ræða en ekki spurnarsetningu. Slíkur ritháttur hefur verið
tiðkaður á sambærilegum dæmum. Þannig ritar Helga Hilmisdóttir (2001) þúveist og skiluru
í umfjöllun sinni um þessi orð sem orðræðuagnir. Svipað má sjá í öðrum tungumálum, sbr.
t.d. Lindström (2008) sem ritar í einu orði serdu og forstárdu þegar þessi orðasambönd gegna
hlutverki orðræðuagna. Hér verður ekki sú leið farin heldur haldið í hefðbundinn rithátt.
8 Yfirlesari bendir á að eimi samt eftir af upprunalegu orðmerkingunni því orðræðu-
ögnin hafi enn eitthvað af einkennum þeirrar neikvæðu spurningar sem hún er sprottin úr.
Það sjáist t.d. á því að ef brugðist er við ögninni með jákvæðum undirtektum sé það gert
með jú eins og jafnan er þegar neikvæðar spurningar eiga í hlut, sbr. dæmi (1). Kerfisgerv-
ingin þurrki þannig ekki algjörlega út þau setningarlegu og merkingarlegu einkenni sem
orðasambandið hafði.
9 I sumum enskum ritum er notað orðið pragmaticalization um umbreytingu inntaks-
orða í orðræðuagnir og grammaticalization þá einungis látið ná yfir umbreytingu í mál-
fræðileg vensl. Hér er ekki gerður greinarmunur á þessu tvennu og notað orðið kerfisgerv-
ing í stað orðsins málfr&ðing sem stundum hefur verið notað um þetta ferli (sjá t.d. Höskuld
Þráinsson 2008:211). Það rímar við orðið orðgerving (sjá hér að framan) og er betur lýsandi
en fýrrgreint orð. Yfirlesari nefnir að orðin málfrtzðivtzðing og kerfisvtzðing hafi líka heyrst
notuð um sama fyrirbæri.