Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Blaðsíða 218
216
Frá Islenska málfmðifélaginu
forsetningar í barnamáli), Haraldur Bernharðsson (7. maí: „Miðaldahand-
rit eddukvæða: rafræn útgáfa og lemmaður orðstöðulykill") og Anna Björk
Nikulásdóttir (15. maí: um aðferð til þess að þyrpa saman á sjálfvirkan hátt
orðum með skylda merkingu).
Málvísindakaffið hófst aftur í október, þá í formlegri samvinnu við
Málvísindastofnun Háskóla íslands og tók Solveig Brynja Grétarsdóttir að
sér að hafa umsjón með því. Fram til þessa hefur það verið haldið níu sinn-
um á þessum vetri. Eiríkur Rögnvaldsson reið á vaðið sem frummælandi
(15. okt.: samvinnuverkefnið Meta-Nord), síðan komu þau Ragnhildur
Richter og Steingrímur Þórðarson (5. nóv.: um kennsluefnið íslenska 1—3
fyrir framhaldsskóla), Höskuldur Þráinsson o.fl. (12. nóv.: RAUN), Hall-
dóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir (19. nóv.: ÍSLEX), Wayne A. O’Neil
(26. nóv.: „Að tileinka sér annað mál: Það snýst í raun allt um hljóðkerfis-
leg (eða hljóðfræðileg) atriði!“), Sigríður Magnúsdóttir, Þóra Másdóttir og
Jóhanna Einarsdóttir (3- des.: um nýja námsbraut í talmeinafræði), Rapha-
ella Folli (21. janúar: „Lexical vs. Functional: complex predicates in
Italian“), Þorsteinn G. Indriðason (28. janúar: „Hvað er svona merkilegt
við w-hljóðvarpið?“) og þær Ásdís Arnalds og Sólveig Einarsdóttir (4.
febrúar: um námsefnið Tungutak). Áætlað er að halda kaffinu áfram a.m.k.
til vors.
Fyrirlestrar
Á árinu voru haldnir fjórir fyrirlestrar á vegum félagsins, flestir í samvinnu
við Málvísindastofnun Háskóla Islands. Þann 17. febrúar hélt Jóhanna
Einarsdóttir fyrirlesturinn „Hvað köllum við stam hjá leikskólabörnum?“
sem byggðist á niðurstöðum rannsókna sem birtust í doktorsritgerð henn-
ar. 29. mars flutti Brian D. Joseph, prófessor í almennum og suður-slav-
neskum málvísindum við Ohio State University í Columbus, Ohio, og
lengi ritstjóri tímaritsins Language, fyrirlestur sem hann kallaði „What’s
Wrong — and What is Right — About Grammaticalization: A Critical
Assessment“ og fjallaði um hugtakið „kerfisvæðingu“. Hinn 12. apríl héldu
þeir Markus Steinbach, prófessor við háskólann í Göttingen, og Roland
Pfau, dósent við háskólann í Amsterdam, fýrirlestur um málfræði tákn-
mála sem nefndist „Handwaving & headshaking? On the linguistic struct-
ure of sign languages". Þá hélt Michael Schulte, prófessor við Háskólann
í Volda í Noregi, fýrirlestur þann 29. september sem nefndist „Rúnaristan
frá Hogganvík: ný heimild um frumnorrænu".