Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 121
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
Að eta speikt
i. Speikt síld 1807
Þegar Magnús Stephensen sigldi til Kaupmannahafnar haustið 1807 hélt
hann dagbók sem nýlega birtist á prenti (í Ferðadagbókum hans 2010).
Ferðin varð sögulegri en til stóð; skip Magnúsar var hertekið í hafi og
fært til hafnar í Bretlandi, en hann komst þó á áfangastað með bresku her-
skipi. Þar naut hann hins besta atlætis, hafði m.a. „allan mat mikinn og
góðan. A morgna er borðað þunnsmurt hveitibrauð með tevatni og speikt
síld eða steikt flesk ofurlítið með“ (Magnús Stephensen 2010:34). Morgun-
verður á herskipinu hefur sem sagt verið í þekkjanlega breskum stíl,
fleskið verið beikon og síldin væntanlega kippers. Hún er kölluð „speikt“
og veit ég ekki betur en þar sjáist í síðasta sinn í íslenskum texta sögnin
að speikja, en hún er aðalpersóna þessa greinarstúfs.
2. Orðabókarskýringar
Orðabókarlýsing á þessu orði er nákvæmust í íslensk-danskri orðabók Sig-
fúsar Blöndal (1920—24). Þar er það auðkennt sem úrelt mál (sem þarf þó
ekki að tákna meira en „mit og mine Medarbejderes personlige Skön om
Ordets sjældne Forekomst i Nutidssprog" (bls. xii)) og gefin merkingin
‘spege, rpge (Fisk og Kpd)’. Auk þess samsetningarnar speikilax ‘Spegelax,
rpget lax’ og speikisild ‘Spegesild’. Blöndalsbók er vafalaust eina heimildin
þegar íslensk orðabók gefur upp sagnorðið speikja — speikti, auðkennt sem
fornt mál eða úrelt og sagt merkja ‘reykja fisk eða kjöt’; þar er skýringin
(óbreytt allt frá fyrstu útgáfu 1963) bara einfölduð með því að sleppa hinu
torþýdda „spege“. En henni íylgja útgefendur Ferðadagbókar Magnúsar,
eins og eðlilegt er, þegar þau skýra neðanmáls: ,jpeikt: reykt“ (Magnús
Stephensen 2010:34). Merkingarlýsingin er (eins og oft endranær)
nákvæmari í íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989):
‘salta og reykja mat (einkum fisk og kjötmeti)’; hér áttar hann sig á því að
>.spege“ hjá Blöndal felur í sér söltun. Ásgeir merkir orðið reyndar ekki
sem úrelt eða fornt, en ólíklegt er að hann kannist við það úr 20. aldar
máli. Það finnst ekki í talmálssafni Orðabókar Háskólans (þar hefði
Islenskt mál33 (2011), 119-128. © 2011 íslenska málfrtsðifélagid, Reykjavík.