Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Blaðsíða 93
Um daudans óvissan tíma
9i
undanfarandi samhljóði, sbr. ís (no.), hás (lo.), her (no., þf. her),
f&r (lo., kvk. ft&r), fugl (no.), vagn (no.)
• annars er endingin -ur
b. Ur því að þessi víxl eru regluleg þurfa málnotendur ekki að læra það
utan að hvaða afbrigði af endingunni á við í hverju tilviki. Það ræðst
af gerð stofnsins. Þessu má þá lýsa, í samræmi við það sem áður var
rakið, með því að gera ráð fýrir að endingin hafi bara eitt grunnform
eða baklægt form. Einfaldast er að gera ráð fýrir því að þetta grunn-
form sé #-r#. Þetta -r fellur þá stundum brott en í öðrum tilvikum
er /u/ skotið inn á undan því. Samkvæmt þessu er r-afbrigðið þá
sjálfgefið, ef svo má segja, og hin eru leidd af því í samtímalegu
málfræðinni (sjá t.d. Kristján Arnason 2005:83).12
c. Sé miðað við að hljóðreglur málsins geti virkað hver á eftir annarri í
þessu líkani af málkunnáttunni, en ekki t.d. „allar í einu“ í einhverj-
um skilningi, má gera grein fýrir hljóðvarpsleysinu í orðum eins og
dalur, spakur með því að gera ráð fyrir að hljóðvarpsreglan komi á
undan w-innskotinu í regluröðinni. Þessu lýsir Þorsteinn G.
Indriðason í áðurnefndri grein (2010:142—143) og fer þar í smiðju
ýmissa hljóðkerfisfræðinga sem áður hafa fjallað um efnið.13
Þrátt fyrir það að unnt sé að gera skipulega grein fyrir hljóðvarpsleysinu í
dæmum eins og dalur, spakur eins og hér var lýst hefur tilvist dæma af
þessu tagi þó augljóslega þau áhrif að reglan verður ógagnsærri (e. opaque)
en ella.1^ Því fleiri undantekningar sem tiltekin regla virðist hafa, því
ogagnsærri verður hún fyrir þá sem eru að tileinka sér málið, jafnvel þótt
hægt sé að koma böndum á undantekningarnar.
12 Eins og bent hefur verið á er þessi «-innskotsregla að einhverju leyti háð því að um
beygingarendingu sé að ræða, þ.e. hún skýtur ekki endilega inn /u/ á milli samhljóðs og
/r/ í enda orðs í öðrum tilvikum, sbr. orðmyndir eins og pukr (sjá þó akur og fleiri orð af
því tagi þar sem -rer stofnlægt og /u/ er til komið vegna innskots), en það skiptir ekki
meginmáli hér.
13 Af þeim sem hafa fjallað um þetta efni á íslensku má fyrst nefna Eirík Rögnvalds-
s°n i grein í þessu tímariti (1981) og næstum aldarfjórðungi síðar Kristján Árnason í hand-
bók sinni um hljóðfræði og hljóðkerfisfræði (2005, sjá t.d. umfjöllun á bls. 82 o.áfr.), auk
gteinar þeirra Ragnars Inga og Sigurðar sem Þorsteinn er að gagnrýna.
14 Hugtakið ógagnsæi í hljóðkerfisfræði mun eiga rót sína að rekja til Kiparskys
U973), en ein tegund þess er skilgreind svo: Reglan A -* B/ C_D er t.d. ógagnsæ ef til
eru dæmi um A í umhverfinu C_____D. Það ógagnsæi sem hér um ræðir er einmitt af þess-
ar> gerð, því að /a/ kemur fýrir á undan /u/ í næsta atkvæði þótt ætla mætti að M-hljóð-
Varpsreglan útilokaði það. Sjá líka umræðu hjá Eiríki Rögnvaldssyni 1981:48.