Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Blaðsíða 92
90
Höskuldur Þráinsson
Nú er hljóðgildi hljóðvarpsvaldsins /u/ orðið annað en það var í fornu máli
en samt sem áður sjáum við að hann væri að gera /a/ líkara sér, dregur það
til sín, ef svo má segja. Því má lýsa á þessa leið (sbr. t.d. Eirík Rögnvalds-
son 1993:78 og Þorstein G. Indriðason 2010:139; samlögunarþættir feit-
letraðir):
(5) /a/ -> [+kringt, —uppmælt] / _ C0 V
+ kringt
— uppmælt
— fjarlægt
Eins og þessi framsetning sýnir er w-hljóðvarpsreglan nokkru flóknari en
í fornu máli (breytir tveim þáttum en ekki bara einum) en hún felst þó enn
í því að laga eitt hljóð að öðru við ákveðin skilyrði og er að því leyti eðlileg
frá hljóðfræðilegu sjónarmiði.10
I umræðum um M-hljóðvarp sem hljóðkerfisreglu í nútímamáli hefur
mikið verið gert úr því að það sé ekki undantekningarlaust. Það verði nefni-
lega ekki alltaf á undan /u/ í næsta atkvæði. Algengasta undantekningin er
nefnifallsendingin -ur í karlkynsorðum, sbr. dalur, spakur (lo.) t.d. í hljóð-
kerfisfræði af því tagi sem hér er til umræðu er þessu oftast lýst á þessa leið:
(6) a. Færa má rök að því að sú nefnifallsending sem hér um ræðir hafi
a.m.k. þrjú tilbrigði og víxl þeirra eru regluleg, eða í aðalatriðum
svona (sjá t.d. Eirík Rögnvaldsson 1993:72 o.áfr.):11
• -r kemur á eftir sérhljóði, sbr. mó-r (no., þf. mó) há-r (lo., kvk. há)
• endingin fellur brott ef stofninn endar á -s, -r eða -/ og -n með
10 Hins vegar er það auðvitað rétt hjá Kristjáni Arnasyni (2011:245) að sé gert ráð fyrir
að /u/ geti haft þessi kringingaráhrif á /a/ má spyrja af hverju það hafi ekki kringingar-
áhrif á sérhljóðin /i/ og /e/ í dæmum eins og vitum og nemum og breyti þeim í *vutum og
*nömum til dæmis. En hliðstæðrar spurningar má líka spyrja varðandi «-hljóðvarp í fornu
máli, sbr. ummæli Heuslers (1962:22): „Fiir die Umfárbung von starktonigen e- und i-
Lauten durch reinen «-Umlaut gibt es keine eindeutigen Belege. Man merke den Gegen-
satz in der Nominal- und Verbalflexion: land - Igndom [...] halda - hgldom [...] — aberþing
-þingom [...] bresta -brestom [...] ohne Umlaut!" [leturbr. og upphrópunarmerki Heuslers.
Lausleg þýðing: ‘Það eru engin ótvíræð dæmi um áhrif frá hreinu «-hljóðvarpi á sérhljóðin
e og i i áhersluatkvæði, sbr. eftirfarandi andstæður í beygingu nafnorða og sagnorða ...’].
Þótt kannski megi finna einhver „sæmilega sannfærandi“ dæmi um H-hljóðvarp /i,e/ í
fornu máli, eins og yfirlesari benti á, varðar spurning Kristjáns greinilega ekki bara nútíma-
málið heldur einnig það forna.
II Hér er dæmum eins og kjóll, fúll, steinn, seinn o.s.frv. sleppt til einföldunar, en þar
er oft gert ráð fyrir einhvers konar samlögun endingarinnar við stofninn, sbr. t.d. Eirík
Rögnvaldsson 1993:72-73.