Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Blaðsíða 215
Ritfregnir
213
RIT SEM VÍSA© E R TIL
Barnes, Michael P. 2004. Norn, the One-time Scandinavian Language of Orkney and
Shetland. Islensklmál 26:49—81.
Hammershaimb, Vencelaus Ulricus. 1891. Far0sk Anthologi I—II. S.L. M0llers Bog-
trykkeri, Kaupmannahöfn. [Ljósprentuð útgáfa hjá Bókagarði (Emil Thomsen), Þórs-
höfn, 1991.]
Jakobsen, Jakob. 1897. Det norr0ne sprog pá Shetland. Wilhelm Priors Hofboghandel,
Kaupmannahöfn.
Jakobsen, Jakob. 1898-1901. Fátr0ske Folkesagn og œventyr. Samfund til udgivelse af gam-
mel nordisk litteratur, Kaupmannahöfn. [Endurprentað og endurútgefið sem Sagnir
ogavintfr I—II af H.N. Jacobsens bókahandil, Þórshöfn, 1984-1985.]
Jakobsen, Jakob. 1907. Diplomatarium Faroense. Fproyskt Fodnbrævasavn. Miðaldarbrpv
upp til trúbótarskeiðið við spguligum rannsóknum. H.N. Jacobsens bókahandil,
Þórshöfn. [Endurprentað og útgefið af Emil Thomsen, Þórshöfn, 1985.]
Höskuldur Þráinsson
Islensku- og menningardeild
Háskóla Islands
IS-101 Reykjavík, ÍSLAND
hoski@hi.is
Fornmálsorðabókin í Höfn á Netinu
Gleðitíðindi bárust sumarið 2010 en þá var opnað fyrir netaðgang að seðlasafni
Fornmálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn (Ordbogover det norr0ne prosasprog).
Fornmálsorðabókin var stofnuð árið 1939. Starfið fyrstu áratugina fólst að
mestu í að safna efni í prentaða orðabók sem ná átti yfir forníslensku til um 1540
og fornnorsku til um 1370. Arið 1989 kom út svokallað lykilbindi (Ordbog overdet
norrpneprosasprog: registre) sem var undanfari sjálfrar orðabókarinnar. Fyrstu þrjú
bindi hennar komu síðan út á árunum 1995—2004. Samkvæmt áætlun áttu bindin
að verða alls 11 og útgáfunni að ljúka um 2024. Vegna niðurskurðar var útgáfu á
prentuðu orðabókinni hins vegar hætt og í staðinn ráðist í að skanna seðlasafn
Fornmálsorðabókarinnar og opna fyrir aðgang að því á Netinu. Bagalegt er fyrir
þá sem söfnuðu prentuðu orðabókinni að hætt skuli hafa verið við útgáfuna. Þau
bindi sem gefin hafa verið út til þessa nýtast ekki nægilega vel þar sem þau ná ein-
ungis til em- í stafrófinu. Er það ósk margra að útgáfuþráðurinn verði tekinn upp
á ný og lokið verði við orðabókina.
Upphafssíða Fornmálsorðabókarinnar er á léninu http://dataonp.hum.ku.dk/.
Til þess að komast í sjálfan orðalistann þarf að ýta á tengil vinstra megin á síðu þar
sem stendur „Adgang til ordliste, sedler, artikler, registre“. Birtist þá tengill vinstra
megin á síðunni sem heitir „Ordliste og citater". Þá birtist síða þar sem boðið er upp