Nýtt og gamalt - 01.02.1914, Page 24

Nýtt og gamalt - 01.02.1914, Page 24
— 24 — um Jesú í hlutfálli við það sem vér óskum; en það sem þau vita og skýra frá er sambland af sannleika og skáldskap*. . . . »Guðspjallamenn- irnir þekkja engan ótta við að særa sögulega sannleikann«. — — Svona tala og skrifa núorð- ið ýmsir af lærðustu fulltrúum ný- guðfræðinnar, og þó hafði prófessor J. H. einurð á að fræða íslenzka al- þýðu á því í einni trúmálahugleið- ingunni, að við rannsóknir nýguð- fræðinnar yrðu drættirnir að vísu færri í mynd frelsarans en áður var, en því fylgdi sá mikli kostur að nú þyrfti enginn að »vera hræddur um að hún litist upp eða fölni svo drættirnir verði óþekkjanlegir«. Vera má raunar að það megi til sanns vegar færa á þann hátt, að hún sé þegar svo »upplituð« orðin hjá sumum nýguðfræðingunum, að það geti naumast lakara orðið. Satt er það og má ekki gleymast, að allmargir nýguðfræðingar fara ekki eins langt og hinir framan- greindu; — mætti líklega nefna þá íhaldssama nýguðfræðinga í saman- burði við hina, — stundum eru þeir og kallaðir »miðlunarguðfræðingar«,af ^ví að þeir reyna að fara meðalveg

x

Nýtt og gamalt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.