Nýtt og gamalt - 01.02.1914, Blaðsíða 36

Nýtt og gamalt - 01.02.1914, Blaðsíða 36
hér er rætt, en ekki uin »subordinat- ion« í veru. Þess vegna getur Kristur í sömu andránni og hann segir: »Faðirinn er mér meiri« (}óh. 14. 28.) með sama sanni sagt: »Fað- irinn og eg erum eitt« (Jóh. 10. 30)«. Þessi fyrnefndi meðalvegur J. H. er ekki fjölfarinn, enda ærið vand- rataður nema fyrir lærða guðfræð inga með góðan trdararf frá eldri guðfræðinni. — Fyrir mentaða leik- menn verður þessi Kristsfræði, sem gerir Jesiim Krist að nokkurs konar hálfguði, ekki vitund auðskildari en eldri Kristsfræðin. Yfirleitt munu leikmenn, mentaðir sem ómentaðir, kjósa annaðhvort að triia Krists kenn- ingum kirkjunnar á liðnum öldurn eða að hafna öllu tali um guðdóm og »guðssonerni« Jesú Krists. Satt er það að mannleg skynsemi skilur ekki til hlýtar þegar eldri Kristsfræðin segir að tvö eðli, mann- legt og guðlegt, hafi sameinast í persónu Jesú Krists, — en mér væri forvitni á að vita, hverjir skilja fremur »skýringar« J. H. á þessu efni, er hann segir: »Hin guðlega persóna, hinn eilífi, vitandi kærleiks- vilji, hefir á þá leið tekið sér bústað í sálu mannsins Jesú að líf hennar

x

Nýtt og gamalt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.