Vera - 01.05.1983, Page 17
Unglingar í Reykjavík
Ööru hvoru verða málefni unglinga fréttaefni fjölmiðla.
Oftast er ástæðan sú að fréttamenn hafa orðið varir við
tiltekin mál sern vekja athygli þeirra. Venjulega eru þær
fréttir sem berast af unglingum „sölufréttir", hneykslun-
arfréttir, sem skjóta upp kollinum í pressunni og svo er
ekkert talið fréttnæmt af þessum hópi þar til næsta „sölu-
frétt“ rekur upp á borð fréttamanna.
Þetta er ekki æskilegur máti að fjalla um málefni ungl-
inga. Hann er til þess fallinn að stimpla þennan hóp, hann
verður jafnvel hættulegur í augum sumra fullorðinna og
hann eykur á þetta margumrædda kynslóðabil.
Við sem stöndum að þessari borgarmálaopnu Veru
viljum reyna að fjalla unt málefni unglinga frá öðru sjón-
arhorni. Við munum freista þess að gefa lesendum nokk-
urt yfirlit yfir það, sem unglingum stendur til boða að
frumkvæði borgarinnar. Við munum gera grein fyrir til-
lögum Kvennaframboðs til úrbóta og loks viljum við
vekja athygli á tveim málum, sem við teljum að borgar-
yfirvöldum beri skylda til að bregðast við. Þessi mál eru
sívaxandi fjöldi leiktækjasala, sem ciga tilvist sína fyrst og
fremst undir peningaplokki af börnunt og unglingum og
fíkniefnaneyslu vaxandi hóps unglinga.
17