Vera - 01.12.1983, Page 2

Vera - 01.12.1983, Page 2
Lögum samkvæmt ber yfirvöldum heilbrigðis- og menntamála skylda til að sinna fræðslu og fyrir- byggjandi starfi í kynferðismálum, m.a. í skólum landsins. Þessa skyldu sína rækja þau með hang- andi hendi. Á fjárskortur þar stóran hlut að máli en hann hlýtur líka að skrifast á reikning þessara sömu yfirvalda. Þau geta bætt um betur ef þau hafa viljann til þess. Það er mikill ábyrgðarhluti að sinna ekki kyn- fræðslu meðal unglinga. Velferð margra einstaklinga er undir þessari fræðslu komin. Árlega verða tugir ungra stúlkna undir 16 ára aldri barnshafandi og neyðast annað hvort til að leita sér fóstureyðingar, eða basla með börn sín áður en þær hafa þroska og aðstæður til þess. Hlutfallslega verða mun fleiri unglingsstúlkur barnshafandi hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. í þeim löndum er kynfræðslu líka mun betur sinnt en hér á landi og má leiða að því líkum að sú fræðsla skili sér í færri þungunum. í umræðum um kynfræðslu og fóstureyðingar hér á landi ríkir mikil þversögn. Fram koma ályktanir og frumvörp um að endurskoða lögin um kynfræðslu og fóstureyðingar, og þrengja til muna þann rétt sem konur nú hafa til fóstureyðinga. Þeir sem slík frum- vörp flytja, og hinir sem þeim samsinna, hafa engu að síður látið það óátalið að undirstöðuþáttur nú- gildandi laga, fræðslumálin, hafa verið sniðgengin í 8 ár. í áróðri sínum bera þeir fyrir sig manngæsku og ótta við að þjóðin hætti að fjölga sér. En varla getur það talist manngæska að dæma kornungar stúlkur til ótímabærrar ábyrgðar á öðru lífi? Varla getur það verið ætlun manna að láta unglingsstúlkur sjá um fjölgun þjóðarinnar? Konur úr öllum pólitískum samtökum hér á landi hafa mótmælt því að núgildandi lög verði þrengd og VERA tekur heilshugar undir þau mótmæli. Við vilj- um ekki hverfa aftur til ólöglegra fóstureyðinga eða löggjafar sem sjálfkrafa mismunar konum eftir efn- um og aðstæðum. Við mótmælum því að sá réttur sem konur nú hafa verði skertur. Jafnframt hljótum við að krefjast þess að yfirvöld ræki lagalega skyldu sína og veiti þá kynfræðslu sem þeim ber. Þá fyrst er von til þess að ótímabærum þungunum fækki. VERA 6-7/1983 Desember Útgefandi: Kvennaframboðið í Reykjavík Hótel Vík Sími 22188 og 21500 Ritnefnd: Guörún Jónsdóttir HelgaThorberg Magdalena Schram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Steinunn Hjartardóttir Útlit: Kicki Borhammar Helga Thorberg Magdalena Schram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ábyrgðarmaður: Helga Thorberg Forsíðumynd: Anna Gyöa Gunnlaugsdóttir Auglýsingar og dreifing: Guörún Alfreðsdóttir Setning: GuðjónÓ hf. Filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Solnaprent hf. Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna Kvennaframboðsins í Reykjavík. Vera kostar kr. 100 í lausasölu. Áskriftarsímar: 22188 og 21500

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.