Vera - 01.12.1983, Side 5
litlu og ósjálfstæöu manneskju sem varalgerlega háð karlmönnum.
Bókin er mjög áhugaverð og ómetanlegt framlag til kvennabarátt-
unnar og umræðunnar um kvenleikann.
Colette Dowliing fjallar um það í bókinni ,,The Cinderella Com-
plex“ hvernig uppeldi kvenna miðar að því að gera konur háðar
körlum og hvernig þær eru gerðar ósjálfstæðar. Þetta uppeldi sam-
rýmist ekki því frelsi og sjálfstæði sem konum í dag er boðið upp á
að njóta til jafns við aðra þegna þjóðfélagsins. Sú togstreita sem
konur upplifa gagnvart þessum andstæðum telur Dowling að sé ein
mesta hindrun kvenna í dag í hinni andlegu sjálfstæðisbaráttu. Hún
segir að frelsunin verði að koma innan frá á þann hátt að einhvers
konar enduruppeldi verði að eiga sér stað. Hugmynd beggja þess-
ara höfunda er sú að nýtt kvennauppeldi verði að koma til sög-
unnar, sem miðar að sjálfstæði kvenna og trú á eigin hæfileika og
getu.
Okkur til glöggvunar skulum við líta á nokkur dæmi um það á
hvern hátt umhverfið og væntingar þess hugsanlega móta konur og
hafa áhrif á þroska þeirra og persónuleika. í þeim tilgangi eru birt
hér brot úr viðtölum við konur, en þau notaði undirrituð við smíði
ritgerðar um mótun kvenna.
Strákar — stelpur
A. 29 ára. ,,Ég man glöggt eftir því síðan úr barnaskóla hvað ég
var sjokkeruð yfir því hversu mismunandi kröfur voru gerðar til
stelpna og stráka. Það var ætlast til annars af strákunum og það var
allt það sem mig langaði til að gera... ég var strákaleg og fjöl-
skyldan hafði áhyggjur af því hvenær ég ætlaði að verða kona. Ég
fékk hrós fyrir dugnað en hitt fylgdi þ.e. athugasemdir um kven-
leikaskort.“
Hver kannast ekki við þessa upplifun? Viðhorf fólks til kynjanna
mótar börnin og hugmyndir þeirra um það hvað er stelpulegt og
hvað er strákalegt. En það virðist algengt meðal stelpna að þær vilji
keppa við stráka og sýna að þær eru ,,jafn góðar", sem virðist í
fljótu bragði eðlileg afleiðing þess að þær finna að þetta „stráka-
lega“ er meira metið, t.d. af foreldrum, kennurum o.fl.
C. 31 árs. ,,Ég var það sem kallað er strákaleg. Lék mér mikið úti,
reif fötin mín, var kölluð frekja. Mamma var ekki ánægð með þetta
og ég fékk skammir fyrir hluti sem bróðir minn mátti. Ég var líka
kölluð inn úr leik til að sendast, ekki bróðir minn, og svo var ég látin
gera heimilisverkin að miklum hluta. Ég fékk hrós fyrir að hjálpa
mömmu með húsverkin ef ég var sérstaklega dugleg.“
Um þetta segir Simone DeBeauvoir að fram að 12 ára aldri sé
litla stúlkan jafn sterk og hraust og bróöir hennar, hún sýnir sama
andlega kraftinn, og sé ekki heft í samkeppni við stráka. Það séu
ekki dularfullar eðlishvatir sem dæmi hana til óvirkni og daðurs eða
kvenleika, heldur séu áhrif frá öðrum afgerandi þáttur nær alveg frá
upphafi. Þannig er stúlkunni innrætt köllun frá fyrstu árum.
— að virða karlmenn og hræðast: —
Stelpur læra fljótt að bera skal virðingu fyrir karlmönnum og taka
tillit til þarfa þeirra og vilja. Faðirinn er jú sá sem veitir hinum lífs-
gæðin og stjórnar í krafti þess. Bræður fá meira frjálsræði og
sjálfstæði en systur þeirra. Og stelpur bera sig saman við stráka. En
jafnframt þessu er stelpum kennt að hræðast karlmenn og varast
þá. Þær eru varaðar við því að fara einar út á kvöldin, fara upp í bíl
hjá ókunnugum körlum o.s.frv.
Innrætingin gengur út á að þær eiga að passa sig og gera ekki
neitt sem gæti valdið því að þær bjóði hættunni heim, rétt eins og
það sé sjálfsagður hlutur að sumir karlar ráðist á konur. Innrætingin
gengur ekki út á það að berjast gegn þessu ofbeldi karla heldur
þvert á móti er stúlkum kennt að sætta sig við það sem náttúrulegt
fyrirbæri sem þærorsaki.
D. 31 árs. „Maður var alltaf með hjartað í buxunum á leið á
skátafundi, bókasafnið eða hvað það nú var sem maður fór eftir að
skyggja tók á kvöldin. Einhver óljós hætta vofði alltaf yfir.“
C. 31 árs. „Mamma sagði að það væri hættulegt fyrir stelpur að
fara svoleiðis (í útilegu) einar. Hún sagði ekki beinlínis hvað væri
svona hættulegt, en þá fékk ég fyrstu viðvörunina vegna nauðg-
ana. Mér fannst þetta ógeðsleg hefting og bar mig náttúrulega
saman við bróður minn.“
Og verndarinn getur verið
ofbeldismaðurinn sjálfur
Viðurkenning á „ofbeldishneigð" karla er liður í því að réttlæta
þá nauðsyn að konur þurfi karlmenn til að verja sig og vernda, gegn
ofbeldi og ágangi annarra karla.
E. 15ára. „Vinkonamínvarmeðstrákogvarofsahrifinogalltþað,
en hún varfrekaruppstökkeðasvoleiðis ... æ, ég veit ekki hvaðég
á að segja. Alla vega fór hann að lemja hana. Hann drakk frekar
mikið og lamdi hana alltaf þegar hann var fullur. Svo gaf hún honum
meydóminn og allt það. Henni fannst það alltaf jafn vont en leyfði
honum.það samt alltaf og hann vildi líka alltaf meir. Hún var hrædd
um að missa hann ..
Konur virðast læra það að upplifa hræðslu að miklu leyti í sam-
skiptum sínum við karlmenn en ekki reiði eða sterka réttlætisvitund,
er þeir ganga á rétt þeirra.
— að ná sér í mann; —
C 31 árs. „Svo varð ég skvísa og þá kunni ég ekki lengur að
umgangast stráka, þ.e. á þennan nýja hátt. Það var þá sem ég
byrjaði að flissa. Síðan hef ég alltaf verið óörugg gagnvart karl-
mönnum.“
Út á hvað gengur svo þetta nýja hlutverk, sem stelpur þurfa að
takast á við? Það gengur út á það að ná sér í mann. Hvernig stelpu
langar strák í? Fyrirmyndina að þvi er að finna í tímaritum og
bókmenntum þar sem viðteknum hugmyndum er komið á framfæri
5