Vera - 01.12.1983, Síða 9

Vera - 01.12.1983, Síða 9
Ungar stúlkur, sem nú eru að komast á kynþroskaaldur vita ekki hvernig ástandið var og hvernig konum var mismunað áður en lög um kynfræðslu og fóstureyðingar voru sett árið 1975. Það er í okkar verkahring að upplýsa þær um það en ekki misviturra siðgæðispostula. Þess vegna höfum við myndað MOT VÆGI gegn þeim, sem vilja hverfa aftur til ólöglegra fóstureyðinga. Eins og alþjóö mun kunnugt hefur þaö veriö árviss atburður nú um nokkurn tíma að fram komi á alþingi frumvarp um að skerða til muna rétt kvenna til fóstureyðinga. Gagnvart slíkum tillöguflutningi þurfa konur að vera á varðbergi og mynda mótvægi gegn þeim sem vilja hverfa aftur til ólöglegra fóstureyðinga. Og konur hafa myndað slíkt mótvægi. Á sl. vori tóku sig saman nokkrar konur úr öllum stjórnmálahreyfingum og settu á laggirnar samstarfshóp til að vinna að aukinni kynfræðslu og gegn þrengingu á réttinum til fóstureyðinga. Þessi hópur er enn starfandi og fylgist náið með öllu sem gerist. Tillögur að fræðsluherferð í sumar sendi hópurinn bréf til heilbrigðisráðherra og mennta- málaráðherra, þar sem lagt var til að gert verði sérstakt átak í fræðslu um kynferðismál. I bréfinu bendir hópurinn á þá þversögn sem fram er komin í umræðum um þessi mál hér á landi, ,,þ.e. að rætt er um þörf á endurskoðun laganna frá 1975, þegar þessi lög hafa enn ekki verið framkvæmd að fullu. Undirstöðuþáttur löggjaf- arinnar, fræðslumálin, hefur að mestu verið sniðgenginn öll þessi ár.“ Bendir hópurinn á, að samkvæmt lögunum ber yfirmönnum mennta- og heilbrigðismála skylda til að sinna fræðslu og fyrir- byggjandi starfi í kynferðismálum, m.a. í skólum landsins. Hafi fjárskortur háð þá sé það vissulega mikill ábyrgðarhluti sem úr verði að bæta. Bréfi þessu fylgdu tillögur hópsins um hvernig standa mætti að fræðsluherferð um kynferðismál t.d. meðal unglinga, en margt bendir til þess að þeir hafi takmarkaða þekkingu á kynferðismál- um og getnaðarvörnum. Tillögur þessar eru margvíslegar og verða aðeins nefndar hér þær helstu. 1) Gerð verði fræðsluþáttaröð fyrir sjónvarp í 3-4 hlutum sem fjalli um æxlun, getnaðarvarnir, kynlíf, kynsjúkdóma, rétt til fóstur- eyðinga og foreldraábyrgð. Gert er ráð fyrir að þessir þættir verði jafnframt notaöir í skólunum. 2) Landlæknir láti gera 2-3 sjónvarpsauglýsingar sem hvetji unglinga til að nota getnaðarvarnir. 3) Landlæknir láti hanna 2—3 veggspjöld sem hafa sama markmið og auglýsingarnar. Þessi spjöld verði m.a. hengd upp á öllum samkomustöðum unglinga. 4) Gerður verði upplýsingabæklingur sem beinist að unglingum 15-19 ára. 5) Aðgangur unglinga að getnaðarvörnum verði bættur. Landlæknir fékk bréf samstarfshópsins til umsagnar og fagnaði hann þeim ábendingum og tillögum sem hópurinn setti fram. Lagði hann til að hópurinn fengi aðild að samstarfsnefnd milli landlækn- isembættisins, menntamálaráðuneytisins og fleiri aðila um heil- brigðisfræðslu. Hefur hópurinn þegar tilnefnt einn fulltrúa í þessa nefnd, en þegar þetta er skrifað hefur hún enn ekki tekið til starfa. Fjármagnið verði þrefaldað Samstarfshópurinn lét hins vegar ekki staðar numið við bréfa- skriftir heldur fylgdi hann þeim eftir, með því að ganga á fund menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra, til að gera þeim grein fyrir sjónarmiðum hópsins. Jafnframt var farið á fund fjárveitinga- nefndar Alþingis og farið fram á, að það fjármagn sem ætlað er á fjárlögum m.a. til kynfræðslu yrði þrefaldað. Benti hópurinn fjárveit- inganefndarmönnum á að þetta væri nauðsynlegt, ef það væri á annað borð ætlun manna að framfylgja þeim lögum sem Alþingi hefur sett. Samstarfshópurinn mun eflaust hafa í mörg horn að líta á næst- unni. Eitt af verkefnum hópsins er m.a. að láta til sín heyra í þeirri undarlegu umræðu, sem fram fer á síðum dagblaðanna um fóstur- eyðingar. Ungar stúlkur sem nú eru að komast á kynþroskaaldur vita ekki hvernig ástandið var og hvernig konum var mismunað áður en lögin voru sett 1975. Það er í okkar verkahring að upplýsa þær um það, en ekki misviturra siðgæðispostula. Þær konur sem hafa áhuga á þessum málum og vilja leggja okkur lið eru að sjálfsögðu velkomnar í okkar hóp. Auðveldasta leiðin til að komast í samband við okkur er að hringja í einhverja af eftirtöldum: Ásdísi Rafnar s. 20180, Elínu G. Ólafsdóttur s. 32243, Svövu Guðmunds- dóttur s. 38975 eða Vilhelmínu Haraldsdóttur s. 39182. -isg. VEISTU ... að við krefjumst þess að yfirvöld sinni lagalegri skyldu sinni!

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.