Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 11

Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 11
Veru barst í hendurnar bréf þar sem sagt er frá því hvernig staðið er að kynfræðslu meðai unglings- stúlkna í London. Þar sem okkurfundustaðferðirn- ar nýstárlegar, - og þar að auki virðast þær gefa góða raun, — þá fannst okkur ekki úr vegi að segja frá þeim í Veru. Hver veit nema þeir sem starfa með unglingum hér á landi geti eitthvað af þeim lært? Hengdu verjur upp á vegg Sagan byrjar þegar hjúkrunarkona ein á kynfræðsludeild í Lon- don gerði sér grein fyrir því að fjöldi ungra stúlkna sem þangað komu, hafði mjög takmarkaða hugmynd um hvernig hinar ýmsu getnaðarvarnir líta út, hvernig á að nota þærog hversu öruggar þær eru. Flestar báðu um pilluna og spurðust ekki fyrir um aðrar getn- aðarvarnir. Hjúkrunarkonunni fannst að við svo búið mætti ekki standa, og því tók hún til þess bragðs að hengja upp veggspjöld á biðstofunni en á þau festi hún hinar ýmsu tegundir getnaðarvarna og gagnlegar upplýsingar um þær. Það var eins og við manninn mælt, spjöldin vöktu athygli og stúlkurnar fór að spyrjast fyrir um aðrar getnaðarvarnir en pilluna. Þegar hér var komið sögu báðu yfirmenn deildarinnar hjúkrunarkonuna um að fjarlægja spjöldin þar sem þeim þótti ekki viðeigandi að hafa þau á biðstofunni! En spjöldin höfðu vakið athygli - m.a. þeirra sem starfa í félags- miðstöðvum. Þeir fengu spjöldin og þau voru í stöðugri notkun, gengu frá einni félagsmiðstöð til annarrar. Og þó að getnaðarvarnir séu feimnismál meðal unglinga þá varð forvitnin feimninni yfir- sterkari, enda höfðu fæst þeirra nokkurn tíma séð t.d. hettu eða lykkju, hvað þá sex mismunandi tegundir! Víða í London eru starfandi sérstakir stúlknahópar í félags- miðstöðvunum, og þar voru spjöldin mikið notuð til að fræða stúlk- urnar um getnaðarvarnir og eins til að koma af stað umræðu um Liósm™~^ð^ kvenlíkamann og starfsemi hans. Það gefur nefnilega auga leið að það er mjög erfitt að kenna stúlkum að nota hettuna nema þær viti nokkurn veginn hvernig æxlunarfæri þeirra líta út og hvaða hlut- verki þau gegna. Það er mat þeirra í London að veggspjöldin hafi komið að góðum notum við heilbrigðisfræðslu af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi vegna þess að getnaöarvarnir eru venjulega hafðar í felum í okkar samfélagi. Þeim er vel inn pakkað og nánast ekkert auglýstar og þ.a.l. er engin vísbending gefin um það hvaða tilgangi þær þjóna. Foreldrar fela getnaðarvarnir fyrir börnum sínum og yfirleitt eru fyrstu kynni unglinganna af þessum vörum annað hvort ónýtur smokkur á skólalóð eða pilluspjald hjá vinkonunni. Það þarf því ekki að koma á óvart þótt margar stúlkur hugsi fyrst og síðast um pilluna sem getnaðarvörn. Hún er sú eina sem þær hafa komist í návígi við. í öðru lagi vegna þess að flestar upplýsingar um getnaðarvarnir eru í rituöu máli. Yfirleitt er um að ræða bækur eða bæklinga. Teikningar eða Ijósmyndir af getnaðarvörnum gefa óljósa mynd af þeim og þær eru jafn ósnertanlegar eftir sem áður. -isg. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.