Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 12

Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 12
Viðtal við Elínu G. Ólafsdóttur „Þaðer allur gangur á þessu” Þeir sem komnir eru yfir tvítugt (og jafnvel þeir sem yngri eru!) muna eflaust eftir blaðsíðum 82- 83 í Heilsufræði eftir Pálma Jósefsson. Mig minnir að hún hafi verið kennd í fyrsta bekk í gaggó og allur bekkurinn beið spenntur eftir því að farið yrði yfir þessar tvær síður í tíma. Á þessum tveimur síðum var nefnilega imprað á stærsta feimnismáli sem hugsast gat, - kynferðismálum. Þegar hin stóra stund rann upp iðaði allur bekkurinn í skinn- inu af eintómri taugaspennu. Hvað myndi gerast? Og hvað gerðist? Andrúmsloftið í stofunni var orð- ið rafmagnað þegar kennarinn loksins sagði: „Við sleppum blaðsíðu 82 og 83 og þær verða ekki lesn- ar til prófs. Einhvern tíma í vetur kemur skóla- læknirinn og segir ykkur það sem þið þurfið að vita um þessi mál.“ Punktur og basta. KYNFRÆÐSLA Er þetta kannski ennþá svona? Eru kynterðismál ennþá eitthvað sem er órjúfanlega tengt læknum rétt eins og tennur og bólu- setningar? Hvernig fer kynferðisfræðsla fram í skólum landsins í dag? Til að forvitnast um þetta ræddi Vera við Elínu G. Ólafsdóttur kennara í Langholtsskóla. Við spurðum hana fyrst hvaða skyldum skólinn hefði að gegna í þessum málum. „Skólinn hefur mjög ótvíræðum skyldum að gegna í þessum málum. í lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir er m.a. kveðið á um að fræðsluyfirvöld skuli veita þessa fræðslu i samráði við skólayfirlækni. Jafnframt er kveðið á um þetta í grunn- skólalögunum og í reglugerð með þeim lögum. Á þetta er líka minnst i námsskrá fyrir grunnskóla og í auglýsingu um skiptingu kennslustunda milli námsgreina." — Þetta er sem sagt ótvíræð skylda skólans, en hvernig gegnir hann þessari skyldu sinni? „Það er allur gangur á því og fer mest eftir skólayfirvöldum og starfsfólki á hverjum stað. Margar skólahjúkrunarkonur reyna að sinna þessari fræðslu og gera það oft á tíðum að eigin frumkvæði. Ég hef hins vegar grun um að fræðsla þeirra, t.d. um getnaðarvarn- ir, beinist meira að stelpunum, þannig að ábyrgðin á getnaði hvílir áfram á konunum. Strákarnir hafa ekki verið og eru ekki aldir upp VEISTU. . . að af hverjum 1000 stúlkum á aldr- inum 15—19áraáárunum 1976- 1980 voru að meðaltali 66,3 barnshafandi á íslandi, 44,2 í Danmörku, 41,7 í Finnlandi, 54,1 í Noregi og 44,3 í Svíþjóð. að af hverjum 1000 stúlkum á aldr- inum 15—19 ára árið 1981 voru að meðaltali 61,1 barnshafandi á íslandi, 47 í Noregi, 35,2 í Sví- þjóð, 34,7 í Danmörku og 34,7 í Finnlandi. að 60% þeirra eru enn í námi, 17% vinna í þjónustugreinum og 15% í verksmiðjum. við að ábyrgðin sé ekki síður þeirra. Ég er hrædd um að það breytist lítið.“ — En kennararnir, hvernig sinna þeir þessari fræðslu? „Það er mjög tilviljanakennt. Eins og gefur að skilja eru kennarar mjög misjafnlega undir það búnir að taka að sér þessa fræðslu því sumir þeirra hafa aldrei fengið neina tilsögn sjálfir í þessum efnum. Ekki svo að skilja aö þeir viti ekkert um kynferðismál heldur vita þeir ekki hvernig þeir eiga að standa að fræðslunni. Ég ímynda mér að yngri kennarar séu betur undir þessa fræðslu búnir en þeir eldri. Líklegast er komin meiri umfjöllun um þessi mál í Kennaraháskól- 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.