Vera - 01.12.1983, Page 13

Vera - 01.12.1983, Page 13
anum en áöur var. Ef það á aö vera hægt aö sinna þessari fræöslu svo vel sé, er auðvitað mjög nauðsynlegt aö taka kynferðismálin til umfjöllunar í kennaramenntuninni. Viö veröum aö reyna að sá einhverjum fræjum þar. Það er t.d. hægt aö gera með því aö bjóöa kennurum upp á endurmenntunarnámskeið í þessum efnum. — Hvaða aldurshópar í skólunum eru það sem fá fræðslu í kynferðismálum? „Auðvitað ættu allir aldurshópar að fá þessa fræðslu en því miður er því ekki þannig varið. Þessu er víða nokkuð vel sinnt hjá yngstu aldurshópunum t.d. hjá 6 ára börnum. Það er til þó nokkuð af skemmtilegu efni fyrir yngstu börnin og svo er mjög nærtækt að ganga út frá þeim sjálfum í fræðslunni. Það er ,,ég-barnið“ sem gengið er út frá t.d. þegar fjallað er um það hvernig barn verður til. Þetta er sem sagt þokkalegt hjá þeim yngstu en svo fer að halla verulega undan fæti. Það er í rauninni alveg voðalegt að á þeim tímamótum sem verða í lífi unglinga, t.d. i 8. og 9. bekk og í fyrsta bekk í framhaldsskólunum, skuli lítið sem ekkert vera fjallað skipu- lega um kynferðismál. Einmitt á þessum árum er kynfræðsla svo nauðsynleg. Ein af ástæðunurn.fyrir þessu er eflaust sú, að það eru bekkjarkennarar hjá yngstu aldurshópunum en fagkennarar hjá þeim eldri. Þegar farið er að faggreina, þá hugsa kennararnir fyrst og fremst um sitt fag, en minna um hið almenna uppeldi. Kennarar og nemendur missa það tilfinningasamband sem oft myndast hjá yngri bekkjardeildum. Hvað framhaldsskólana varðar þá er svo oft látið reka á reiðanum þar og ætlast til að grunnskólinn sjái um uppeldisþáttinn.“ — En hvað um fræðsluefni, er ekki skortur á því? „Jú, vissulega er mikill skortur á fræðsluefni, en það er samt ekki hægt að segja að það hafi ekkert verið gert til að bæta úr því. Á undanförnum tveimur árum hafa komið út tvö ný hefti til að nota í líffræðikennslu. Annað fjallar um fæðingu, bernsku og kynþroska og er fyrir 4.-6. bekk og hitt er fyrir 7.-9. bekk og fjallar um æxlun mannsins. í þessumheftumert.d.fjallaðumgetnaðarvarnir. Enþví miður verður það að segjast eins og er, að það eru margir sem ekki kenna þetta nýja námsefni og nota ennþá gömlu heilsufræðina." — Nú hefur Landlæknisembættið sent hjúkrunarfræðinema í grunnskólana til að veita nemendum fræðslu um sitthvað sem tengist kynlífi og barneignum. Hvernig finnst þér það gefast? „Það er ágætt svo langt sem það nær. En þegar uppistaðan í kynfræðslunni eru heimsóknir þá er hún ekki eðlilegur þáttur í skólastarfinu. Það er ódýr lausn að hafa þennan hátt á kynfræðsl- unni, en því miður er það svo að þetta nær ekki nema takmarkað til nemendanna. Þótt þetta fólk vilji vel þá er það engu að síður úr tengslum við það sem er að gerast í skólastarfinu og kemur kannski á tímum sem alls ekki henta. Það er lang eðlilegast að það sé með þetta eins og annaö, t.d. áfengi, vímuefni og tóbak, að þetta tengist öðru námsefni og kennslunni almennt. Ég vil ekki útiloka heimsóknir, en þegar til kastanna kemur hlýtur framkvæmd þessarar fræðslu að verða best af hendi leyst hjá kennurum. Það hlýtur að vera hægt að fella þessa fræðslu að atburðum líðandi stundar, hvort sem verið er að kenna líffræði eða ensku. Kynferðismál eiga að vera almennt til umfjöllunar í skólastarfinu en það á ekki að sinna þeim með stífri kennslu.1' —isg. VEISTU. . . að 90% þeirra stúlkna 19 ára og yngri sem leita sér fóstureyðing- ar eru ekki í sambúð með barns- föður. að af hverjum 1000 stúlkum á aldr- inum 15—19 ára á árinu 1981 urðu 49 þeirra mæður á íslandi, 24 í Noregi, 17 í Finnlandi, 14 í Danmörku og 14 í Svíþjóð.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.